Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 35
IMYNDIR OG \TIRBORÐ
um innihald heftanna. Á þeim er birt stílfærð mynd af fyrirsætu ásamt
texta sem skýrskotar til myndarinnar með einhverjum hætti og oft afar
óræðum eins og vikið verður að hér á eftir.
Blekking myndanna
„Við hfum í heimi sem er mettaður af myndum,“ segir Josh Sims í
áhugaverðri grein í 221. tbl. i-D (s. 118-119). Greinin nefhist „Until the
end of the word“ (Til endaloka orðsins) og íjallar um vaxandi þátt graf-
ískrar listar og hönnunar í menningu samtímans. Sims bendir á að það
hafi allt ffá árdögum mannkyns verið manninum eðlilegt að tjá sig í
myndum - enda fyrsta tjáning hans - og þannig sé það enn og kannski
sem aldrei fyrr. Fyrsta fjölmiðlakynslóðin, sem hafi nærst á myndum alla
sína tíð, sé nú virkur þátttakandi í menningu og samfélagi. Myndirnar
sem hún hafi innbyrt séu aftur á móti ekki verk úr listgalleríum heldur
grafísk hönnun í auglýsingum og á vörumerkjum, umbúðum og tímarit-
um, Netinu, töhmleikjum, einkatölvum, stuttermabolum og í sjónvarpi.
„Við klæðumst grafík, lesum hana, leikum okkur með hana,“ segir Sims.
Hann vitnar í orð fyrrum listræns stjórnanda hjá tískufyrirtækinu Benett-
on um að auglýsingar hafi nú annað og stærra hlutverk en að selja hluti:
„Slíkar myndir skilgreina það nú hvernig við lifum. Samskipti og ímynd-
ir þessa fyrirtækis eru vörur þess.“'
Það er sjálfsagt óhætt að taka undir orð Sims um áhrif grafískrar hönn-
unar á hugmyndalíf samtímans. Ratmar þarf ekki að leita lengra en í
tímaritið sem birtir grein hans til að fá staðfestingu þess. Og varla verð-
ur annað sagt en að lestur tímarita á borð við i-D og Sntface rökstyðji
einnig fullyrðingu hans um að mymdin sé „sannarlega máttugri en orðið
nú um stundir". Efni tímaritanna beggja er að stærstum hluta myndir og
textar þeirra eru oft settir fram á myndrænan hátt. En það er einnig
áhugavert að skoða samspil orða og mynda í tímaritunum, ekki síst í
tískuþáttunum. Þar verður samhengið þarna á milli stundum órætt, eins
og fyrr var getið, sem með vissum hætti afhjúpar eða endurspeglar þann
sjálfhverfa, lokaða (merkingar)heim sem blöðin eru og lýsa.
að greinamar hafa verið skrifaðar en dæmi séu um að hin leiðin sé farin, fyrst séu
samdar grípandi fyrirsagnir á forsíðu og greinar síðan samdar um þessar fyrirsagnir
(Routledge, London og New York 2000, s. 5-24).
Um þetta atriði má lesa meira í metsölubók Naomi Klein No Logo (Flamingo, Lond-
on 2001, t.d. s. 3-26).
33