Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 36
ÞROSTUR HELGASOX
Til að skýra þetta liggur bein-
ast \nð að hverfa aftur til tilraun-
anna sem belgíski mtTidlistar-
maðurinn Réne Magritte gerði
með samspil orða og m\mda á
þriðja áratug síðustu aldar. Mag-
ritte var að segja má fyrstur til að
nota það á markvissan hátt í mál-
verki.8 Frægast verka Magrittes
af þessum toga er vafalítið mál-
„Blekking myndanna“ efttr Réne Magritte. verk sem sýnir raunsæislega
mynd af pípu og texta með fal-
legu, handmáluðu letri undir sem segir: „Ceci n 'est pas une pipe“ (Þetta er
ekki pípd). Þessa mynd nefndi Magritte „Blekkingu m\mdanna“ en hún er
gerð árið 1926 þegar súrrealismi var nýlegt viðmið í evrópskri myndlist.
Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði ffæga ritgerð um
þetta málverk, samnefnda því, þar sem hann sagðist telja það endurspegla
hugsunarhátt vestrænna manna á tuttugustu öld.9 Að mati Foucaults
braut mymdin í bága við tvö lögmál sem voru ríkjandi í vestrænni málara-
list allt ffá fimmtándu öld til loka þeirrar nítjándu.10 Annars vegar hefðu
myndir og orð á því tímabili sjaldnast verið látin standa saman á mynd-
fletinum, en þegar svo var gert hefði annað þeirra verið víkjandi hvað
listrænt vægi snerti. Hins vegar hefði máluð mymd af raunverulegum hlut
vanalega verið ætlað að beina athy’gli áhorfandans að hlutnum. Foucault
segir augljóst að í málverki Magrittes hafi mynd og orð sama vægi -
hvorugt sé undirskipað hinu og því grafi verkið undan þeirri venju að
annaðhvort orðin eða myndin geymi hina einu og sönnu merkingu þess.
Foucault bendir sömuleiðis á að það sé heldur ekki hægt að segja að hin
8 Um notkun orða í myndlist í gegnum tíðina má lesa í ágætum greinaflokld Rögnu
Sigurðardóttur í 8., 9. og 10. tbl. Lesbákar Morgunblaðsins árið 2001 (24 febrúar, 3.
og 10. mars).
9 Greinin birtist upphaflega í tímaritinu Les Cahiers du chemin 2 árið 1968 en hér er
stuðst við enska þýðingu, „This is Not a Pipe“, í öðru bindi heildarsafns ritverka
Michels Foucaults, Aesthetics, Method, aitd Epistemology (Allen Lane, The Penguin
Press, London 1998, s. 187-203).
10 Eg styðst noldcuð við skilmerkilega útleggingu Roberts Wlcks á kenningum Fouc-
aults en Wicks skrifar kafla um fagurfræði Foucaults í ritdð The Routledge Companion
to Aesthetics (ritstj.: Berys Gaut og Dominic Mclver Lopes, Routledge, London og
New York 2001, s. 143-154, einkum s. 146-148).
34