Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 39
ÍMYNDIR OG YFIRBORÐ
vísað tdl hringja með ýmsum hætti, stundum afar tuggulegum eða banöl-
um. \"ið sjáum reiðhjól, fötur, bogadregnar línur í glugga og baðkeri og
fleiri húsmunum - sem mynda raunar ekki órofinn hring - og síðan eru
fÁTÍrsætur sýndar innan um tré eða runna sem á væntanlega að skírskota
til hringrásar náttúnmnar þótt ekkert gefi það beinlínis til kynna. Ein
myiidanna er af þremur stúlkum sem sitja þétt saman í aflóga sófa og gæti
það verið tákn um einhvers konar vinahring. I tískuþætti í 223. tölublaði
i-D (s. 150-158) undir fyrirsögnirmi „The day the world tumed dayglo
[svo]“ (Daginn sem heimurinn varð daggló) em birtar myndir af austur-
lenskum fyrirsætum förðuðum skærum litum. Andlitin eiga líklega að
tákna heiminn og birtan yfir þeim lýsir sennilega jákvæðri afstöðu til al-
þjóðavæðingar - að minnsta kosti fær lesandinn nóg svigrúm til þess að
ráða í óljós skilaboð mynda og texta. Að endingu mætti taka dæmi af ein-
um af sjö tískuþáttum í 37. tölublaði Surface (s. 129-189) sem allir fjalla
um eitt og sama þemað, ,Alystery“ (Leyndardómur), en hver þeirra
hefur sína fyrirsögn. Sjötti þátturinn nefnist „Days of Heaven“ (Dagar
himins) - líklega eftir samnefndri kvikmynd Terrence Malicks ffá 1978 -
og nær yfir þrjár opnur. A hverri opnu er ein mynd af stúlku sem virðist
syrgja og önnur af stóm raf-
magnsmastri. Hugmyndin er í
senn augljós og langsótt, og höfð-
ar vissulega til ímyndunarafls les-
andans.
Rétt eins og þegar horft er á
málverk Alagrittes sveiflast les-
andinn á milli mtmda og orða við
skoðun tískuþáttanna í tímaritun-
um og, líkt og Foucault benti á, þá
er það í þessu flökti sem óvissan
um merkingu eða skírskotun
myndanna og orðanna skapast.
Tískuþættir tímaritanna eru
þannig heldur engin „staðfesting“
svo notað sé orð Foucaults. Það
kemur heim og saman við hlut-
verk þeirra, því þeim er ekki ætlað
að staðfesta tTri veruleika sem
The day the
world turned dayglo
Lesandinn fær nóg svigním til að ra'ða í
óljós skilaboð mynda og texta.
37