Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 44
ÞROSTUR HELGASON
Geöshræringarbandalagið
Bandaríski menningarfræðingurinn Lawrence Grossberg segir í afar
hnýsilegri grein, ,rMTV'T: swinging on the (postmodern) star“, að til þess
að öðlast skilning á því hversu kröftug skilaboð tónlistarsjónvarps á borð
við MTV séu þá þurfi að veita miðlun þess á andrúmi, geðhrifum og tdl-
finningum sérstaka athygli.22 Hann telur að tónlistarsjónvarpið miðli
fremur inntakslausu andrúmi og geðhrifum en inntaki og gildum; and-
rúmið dreifist eins og smit og lúti í raun ekki lögmálum hefðbundinnar
miðlunar sem geri það að verkum að erfitt sé að henda reiður á því.23
Þetta ofdekur við geðhrifin, eins og Grossberg kallar það, tengir hann
tilkomu hins póstmóderníska ástands þar sem sambandið milli geðhrifa
og hugmyndaffæði hefur sífellt orðið nánara. Grossberg á við að það
verði stöðugt erfiðara að taka afstöðu byggða á yfirvegaðri skoðun á
raunverulegum aðstæðum. Fólk myndar sér frekar skoðun byggða á til-
finningum sem spretta af neyslu tilbúinna mynda sem vísa ekki til veru-
leikans heldur aðeins til annarra tilbúinna mynda. Hér er Grossberg að
lýsa ofurveruleikanum sem Baudrillard hefur fjallað um.24 Grossberg tal-
ar um rökheim hinnar áreiðanlegu fölsunar í því sambandi vegna þess að
hinn sjálfhverfi tilbúni heimur hefur þrátt fyrir allt raunverulegt gildi
fyrir fólk. Þótt hann vísi ekki til raunveruleikans, eins og við höfum þekkt
hann, þá vísar hann tdl tilfinningalegrar reynslu eða geðhrifa sem fólk tel-
ur sönn í sjálfum sér. Hinn falski, tilbúni heimur virðist því upprunaleg-
ur og áreiðanlegur. Þetta er meðal annars heimur sjónvarpsins þar sem
allar myndir eru jafn tiltækar, jafn raunverulegar, jafn tilbúnar, jafn sam-
bærilegar. I sjónvarpi er engin dulin þekking, segir Grossberg, eða öllu
heldur, þar er sífellt verið að ljóstra upp hinni duldu þekkingu og endur-
taka hana fýrir áhorfendur. I sjónvarpi liggur allt í augum uppi. Hin
dulda þekking sjónvarpsins er í raun sú að það hefur engu að leyna vegna
22 Greinin er fengin úr ritinu A Cultural Studies Reader. History, Theory, Practice (ritstj.:
Jessica Munns og Gita Rajan, Longman, London og New York, 1995, s. 368-379).
23 Viðhorf til tónlistarmyndbanda eru misjöfn eins og mvndböndin sjálf. I grein eftir
Ulfhildi Dagsdóttur ,Myndanir og myndbreytingar. Um myndbönd Bjarkar"
(Sktmir, haust 2001, s. 391-419) er lögð áhersla á myndbandið sem mikilvægan þátt
í sjónrænni menningu samtímans, þau geti verið mjög metnaðarfull og
eftirtektarverð, og þau skarist í auknum mæli við viðurkenndari sjónlista-form eins
og stuttmyndir og listræn tilraunamyndbönd (s. 402).
24 Um ofurveruleika Baudrillards má lesa í þriðju Atviksbókinni, Frá eftirlíkingu til
eyðimerkur (einkuin s. 42-60).
42