Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 45
IMYNDIR OG YFIRBORÐ
þess að ekkert er á bak \ið skjáinn.
Skjámyndin felur þannig ekki í sér
neina vaðari skírskotun, enga dýpri
merkingu, hún er öll þar sem hún
er séð. Ef við erum í raun alger-
lega sambandslaus (við veruleik-
ann), segir Grossberg, þá er sam-
bandsleysið sá sjálfsagði grunnur
sem við byggjum líf okkar á.
Þannig verður ofurveruleikinn
okkar sjálfsagða umhverfi og geðs-
Grossberg telur að þessi rök-
fræði ráði ríkjum í tónlistarsjón-
varpi á borð við AITV og viðar í
afþrevingarmenningu samtímans.
Notkun á hinu brotakennda, á
myndum án tilvísunar, á efni án
inntaks, á sögu án veruleika og á
frásögnum án samhengis verður
sífellt algengari. Frumleiki og merking virðast ekki lengur eftirsóknar-
verðir eiginleikar í texta en þeir eru fullir af endurtekningum og eru vart
aðgreinanlegir hver frá öðrum. Þetta á ekki einungis við um fagurfræði
auglýsinga, áréttar Grossberg. Og þetta á sannarlega við um tískuþætti
tímaritanna sem skoðaðir hafa verið í þessari grein og raunar ýmsilegt
annað efhi tímaritanna.
I bókinni L'échange symbolique et la mort heldur títtnefndur Jean Baudr-
illard því fram að boðskiptagrundvöllur samtímans hafi breyst í kjölfar
rafvæðingarinnar með þeim hætti að nú skipti tálcn við hvert annað en
ekki veruleikann í merkingarmyndun sinni.2' Þegar táknin hafa misst
skírskotun sína til veruleikans má snúa þeim við, breyta þeim og skipta
þeim út fyrir önnur án tillits til þess sem vísað er til. Tákn, sem áður voru
ljós, eru orðin fullkomlega óljós, að mati Baudrillards, og samspil þeirra
einkennist af leik. Tákn vísar á tákn sem vísar á enn annað tákn og heim-
25 Bók Baudrillards kom upphaflega út árið 1976 (Gallimard, París) en hér er stuðst
við enska útgáfu, Symbolic Exchange and Death (Sage, London 1993, s. 7).
hræringin okkar sjálfsagða hugar-
ástand.
Við lestur tírnaritanna vaknar grunnr
um eittbvert innra samhengi, eitthvert
hugmyndalegt eða jafnvel raunverulegt
bakland en þegar upp er staðið blasir við
að í tímaritunum er heldur engin didin
þekking - þau eru öll á yfirborðinu.
43