Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 46
ÞRÖSTUR HELGASON
urinn er hugmynd sem verður aldrei að vemleika. Tímaritin i-D og Suif-
ace eru slíkir hugmyndaheimar sem skeyta ekki um ytri heim. Slíka inn-
heima er að finna víða í menningarlandslaginu eins og ráða má af viðtali
við austurríska arkitektinn Raimund Abraham í 35. tbl. Suiface (s.
80-84). Þar er því lýst yfir að í byggingarlist skipti hugmyndin höfuðmáli
en byggingin sjálf sé aukaatriði. Abraham segir: „[...] það er hugmyndin
sem vekur áhuga minn. Maður getur skrifað arkitektúr, maður getur
teiknað arkitektúr, maður getur búið til líkön - arkitektúr þarf ekki að
bvggja.“
Grossberg segir að tónlistarsjónvarpið geri að engu gildi stíls, inntaks
og smekks; í stað þeirra býður það fólki að setja sig í stellingar sem það
veit að eru eingöngu stellingar. Stellingamar eru einungis spuming um
val en ekki skoðun eða gagnrýna afstöðu. Þær em til marks um að við-
komandi hefur valið að fylgja ákveðinni línu tun sinn, að hann hefur lát-
ið hrífast - gengið í nokkurs konar geðshræringarbandalag - en hrifhing
hans hefur enga víðari skírskotun, hún hefur enga merkingu, og það er
erfitt að henda reiður á orsökum hennar enda liggja þær í illhöndlanlegu
andrúmi tímans. A sama hátt er samhengið í tímaritunum hulin ráðgáta.
Við lestur þeirra vaknar grunur um eitthvert innra samhengi, eitthvert
hugmyndalegt eða jafnvel raunvemlegt bakland en þegar upp er staðið
blasir við að í tímaritunum er heldur engin dulin þekking - þau em öll á
yfirborðinu.
Spegilþráin - vandi gagnrýnandans
Undanfarin ár hafa komið út athyglisverðar skáldsögur sem fjalla með
gagnrýnum hætti um tísku- og auglýsingaheiminn, hlut(a)hyggju hans,
markaðs- og neysluhyggju. Ein af þessum sögum er 99francs eftir franska
rithöfundinn Frédéric Beigbeder. Beigbeder var rekinn úr starfi eftir að
hann skrifaði þessa skáldsögu en hann hafði verið framúrskarandi hug-
myndasmiður hjá leiðandi auglýsgingastofu í Frakklandi. I bókinni er
enda dregin upp sótsvört mynd af auglýsingaiðnaðinum og neyslusjúku
samfélagi. „Eg heitd Octave og ég er klæddur Tom Ford frá toppi til tá-
ar,“ segir sögumaðurinn og heldtu áffam:
Ég stýri auglýsingastofu: Jú, einmitt, ég menga umheiminn. Ég
er náunginn sem selur þér alls konar drasl. Sem fær þig til að
44