Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 48
og efrirmáli hennar á skáldsög-
urnar Óreindimar (1998; íslensk
þýðing 2000) og Afonn (2001; ís-
lensk þýðing 2002) efrir landa
Beigbeders, Michel Houelleb-
ecq. I þeim er fjallað um svipað
efni, grasserandi efhishyggju og
kynlífsvæðingu. Og viðbrögðin
hafa ekki látið á sér standa eins
og nýleg réttarhöld yfir Houell-
ebecq fyrir frönskum dómstólum
eru til marks um. Ennfremur er
augljós skyldleiki með bók Beig-
beders og skáldsögum bandaríska
rithöfundarins Bret Easton Ellis
sem kunnastur er fyrir bækurnar
Less Than Zero (1986) og Americ-
an Psycho (1991) en sú nýjasta
nefnist Glamorama (1999). I sög-
um Ellis er því lýst hvernig
neyslumettun og hömlulaus hlut-
hyggja brýst út í tilfinningadeyfð, veruleikaupplausn og ómannlegu of-
beldi. Bækur Ellis (og kvikmyndir byggðar á þeim) hafa notið gríðarlegra
vinsælda en þær hafa einnig kallað á harða gagnrýni og deilur í fjölmiðl-
um þótt Ellis hafi ekki verið dreginn fyrir dómstóla eins og Houellebecq.
Beigbeder, Houellebecq og Ellis hafa allir mátt sæta gagnrýni fyrir að
þeir geri út á það ástand sem þeir ætli sér að beina spjótum sínum að.2
Bent hefur verið á að bækur þeirra séu bókmenntir um samtímann en
einnig fyrir samtímann, þær lýsi vissulega ríkjandi ástandi á sannferðug-
an hátt en fyrir vikið innihaldi þær klámið og ofbeldið sem selji hvað best
nú um stundir. Að auki verði siðferðisboðskapur innantómur í bókum
sem lýsi siðlausum samtíma. Höfundarnir þrír hafa allir verið gagnrýndir
fyrir að taka fullan þátt í þeirri markaðshyggju sem þeir gagnrýna í bók-
um sínum, ril dæmis með glæfralegum (og söluvænlegum) efnistökum og
27 Sjá Brian Dillon, „Fashion victim", Ritdómur í Times Literary Supplement (26. júlí
2002); einnig Mike Grimshaw, „Cultural Pessimism and Rock Criticism: Bret Ea-
ston Ellis’ Writing (as) Hell“, Ctheory (www.ctheory.net).
ÞROSTUR HELGASOX
Að auki verði siðferðishoðskapur
innantómur í bókunt sem lýsi siðlausum
samtíma.
4 6