Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 53
KRÖPP LÆGÐ YFIR VESTURHELMI Grant Sir Hugh og meiraðsegja Robbie Williams verður sennilega Sir Robbie eftir tuttugu ár? Popptónbst, fótbolti og Hollywoodmyndir eru engin „lágmenning“ lengur. Margir áratugir eru síðan sumar kvikmyndir tóku að teljast jafn- gildar öðrum listum, þó að afurðir „draumaverksmiðjunnar“ Hollywood séu fyrst á seinni árum að teljast viðurkennt viðfangsefni þeirra sem rann- saka bstir. Yíðast hvar í heiminum hefur fótboltinn ekki verið „ófín“ íþrótt áratugum saman þó að sum vígi falli seint og hann hafi enn ekki fest rætur í enska einkaskólakerfinu. Að lokum kom röðin að popptónlistinni og Björk varð handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum.4 Og það sem einu sinni hét „hámenning“ stendur varla undir þ\ í nafni lengur. Heitið mætti kannsld nota um óvinsælar listir sem njóta styakja hins opinbera \ið lítinn fögnuð ungra Sjálfstæðismanna. En að öðru leyti eru forskeytin há- og lág- eins óviðeigandi og hugsast getur. Þar með er þó vitaskuld ekki sagt að það sé enginn munur á Branden- borgarkonsertum Bachs og nýjasta smelli hljómsveitarinnar Lands og sona, þó að hvorttveggja sé tónlist - eða að fjalla beri um þetta tvennt eins og enginn eðlismunur sé á. Hamlet og myndirnar um spæjarann Austin Powers eru líka hvorttveggja leikræn verk en þó alls ekki sama tó- bakið. Og það er til lítils að bera saman bækur Stephen Kings og Ulysses eftír Joyce þó að hvorttveggja séu bókmenntir. Allt eru þetta vel heppn- uð listaverk en svo gjörólík að túlkandi væri að túlka með aðra höndina bundna fyrir aftan bak ef hann leiddi það hjá sér. Þó að hámenningin sé ekki lengur há er enn þörf fyrir greinarmun milli ólíkra tegunda lista. Sá munur felst hins vegar ekki í hæð. Hann felst ekki einu sinni í því að annað sé Hnsælt en hitt ekki þó að vinsæld- ir skipti máfi. Markmiðin eru mismunandi en um leið er tæknilegur, fag- urfræðilegur og heimspekilegur munur á afþreyingarlist og list sem er fyrst og fremst til sjálffar sín vegna. Þegar listaverk eru sköpuð er mis- mikið tillit tekið til þess hvort það eigi að ná til fjöldans, fyrir utan það að fjöldanum er treyst misvel. Þess vegna finnst mér hugtakið afþreying- armenning gott og gilt og það verður notað hér. Eg skýri það ekki ffek- ar að svo stöddu en dæmin sem fylgja á eftír ættu að segja sína sögu. Sá sem fjallar um listaverk verður að skilja markmið þess og hvemig 4 Hún fékk þau árið 1997, fyrst popptónlistarmanna. Er það skýrt merki um breytt viðhorf en fyrri v erðlaunahafar frá Islandi voru Atli Heimir Sveinsson og Hafliði Hallgrímsson, báðir fyrir flókna nútímatónlist sem ótvírætt taldist til hámenningar. 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.