Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 65
KRÖPP LÆGÐ YFIR \ÆSTURHEL\II
Stjömustríð, sem nú eru orðnar fimm myndir úr smiðju George Lucas.25
Eg er hins vegar einn aðdáanda og hef horft á þessar myndir margoft.
Þar með er ekki sagt að ég telji Stjömustríð mikið meira en vel heppnaða
afþrepngu. Myndirnar eru hraðar, spennandi og umfram allt skemmti-
legar en þær eru líka mjög einfaldar og á einfaldasta plani svo klipptar og
skornar að hvert barn á að geta fengið eitthvað útúr þeim. Samt er í þeim
undirtexti, undir formúlunum vel heppnuðu.
Stjömustríð er þannig ein saga en ekki röð sagna um sömu persónur,
eins og til dæmis bálkarnir um þá Rocky og Rambo. Að því leyti eru
myndirnar flóknari að formgerð en gengur og gerist um hasar- og
spennumyndir. Annað sem er óvenjulegt við bálkinn er að aðalhetja hans
er jafhframt aðalillmennið og í stað þess að það komi strax ffam rennur
það smátt og smátt upp fyrir áhorfendum eftir því sem líður á mynda-
flokkinn og ætti að vera orðið býsna ljóst þegar aðeins ein mynd er
ógerð. Nú segja sumir að þetta hafi ekki verið meðvitað hjá höfundinum
George Lucas. En þá segi ég eins og sannur nýrýnir: Það getur ekki skipt
öllu máli hvað höfundurinn ædaði sér því að þannig er textirm.
Annað sem gefur Stjörnustríðsmyndunum gildi er hin mikla áhersla
þeirra á það sem kallað hefur verið tilfinningagreind (og að því leyti kall-
ast flokkurinn á við „The Logical Song“, enda lagið samið á svipuðum
tíma og saga Stjörnustríðsbálksins hefst): Þar eru helstu hetjurnar hinir
fornu jedi-riddarar sem beita innsæi ffemur en rökhugsun og hafa raun-
ar svo mikið innsæi að þeir geta barist með bundið fyrir augun. Þetta
hljómar yfirskilvitiega en er í raun aðeins táknræn útfærsla á því sem
mörg okkar kannast \ið: þekkingu og reynslu sem við erum gædd án þess
að skilja það alveg og veldur þvf til að mynda að við getum stundum skil-
ið annað fólk án þess að hafa allar staðreyndir um það á hraðbergi.
Stjömustríð er þannig ekki aðeins vel heppnaður flokkur hasarmynda
með bröndumm og tæknibrellum heldur er undir niðri dýpri saga um
hvemig hið góða spillist af ofmetnaði og valdasýki. Sú saga er kannski
ekki mjög djúp heldur, en samt nógu forvitnileg til að hafa heillað allan
25 Þær heita Star Wars (1977, stundum kölluð A New Hope), The Emperor Strikes Back
(1980), The Retnm of thejedi (1983), The Phantom Menace (1999) og The Attack of the
Clones (2002). Allar þessar myndir heita formlega séð Star Wars en síðan kemur und-
irtátill (Episode, númer, titill). Afar ólíkar hefðir eru hins vegar í því hvemig farið er
með titla þeirra. Undirtitill þeirrar fyrstu er nánast aldrei gefinn upp sem heiti
hennar og aðeins þær tvær síðustu em nefndar Episode I og Episode II. Hinar tvær
em jafnan nefndar undirtitlinum einum.
63