Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 69
KRÖPP LÆGÐ YFIR VESTURHEIMI
einhver viðbótarsannleikur sem getur verið sálfræðilegur eða samfélags-
legur. Þó að sálfræðin eða samfélagsrýnin sé ekki endilega mjög djúp er
hún mjög oft sönn og þar af leiðandi gagnleg og ýtir við lesendum.29
Bestu sögur Agöthu Christie eru þannig góð afþreying plús eitthvað
smávegis sem erfitt er að skilgreina en er að minni hyggju einhver sann-
leikur eða kannski er betra að kalla það innsæi, rifu að sannleikanum sem
veitir aðeins meiri skilning og þekkingu. Það hygg ég að sé einkenni
góðrar afþreyingar yfirleitt þó að það geti aldrei orðið eini mælikvarðinn
á afþreyingu.
Það væri rangt að halda því ffarn að afþreyingarbókmenntir, kvik-
myndir eða popptónlist séu ekki list. Agatha Christie var listamaður, rétt
eins og Halldór Laxness. En þau voru gjörólíkir listamenn og það væri
villandi að líkja þeim saman, án þess að taka tillit til þess. Þess vegna er
mikilvægt að halda áffarn að gera greinarmun á ólíkum tegundum lista-
verka, m.a. þann hvort þau eru afþreyingarlist eða ekki.
Við hugtökin há- og lágmenningu verður hins vegar að gera þann fýr-
irvara að hinn fágaði yfirstéttarsmekkur er næstum jafn dauður og hið
hefðbundna ljóðform. Enginn getur lengur leyft sér að taka ekki þátt í af-
þreyingarmenningunni, hinni ráðandi menningu í hinum vestræna
heimi.
:g Um þetta snúast nýlegar greinar mínar um verk Agöthu Christie: „Rangtúllcun
veruleikans: Enid Blyton morðsögunnar,“ tmm 63,2 (2002), bls. 41^45; „Eðli ills-
kunnar: Morðingjar Agöthu Christie,“ tmm 63,3 (2002), bls. 42-51.
67