Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 72
BIRNA BJARNADOTTIR
urfræði þar með úr sögunni? Hér slculum við staldra við og gera nauð-
synlegan greinarmtm á fagurfræði sem fræðigrein annars vegar og til-
þrifamiklum kenningum um fegurð hins vegar. Eðli málsins samkvæmt
kunna tilþrifamiklar kenningar um fegurð að heyra sögunni til. Það þýðir
ekki að fagurfræðin sé öll. Því má ekki gleyma að þegar fagurfræði verð-
ur til sem fræðigrein á 18. öld er viðfangsefni hennar ekki aðeins fegurð
heldur einnig list. Það fólk sem leggur sig eftir fagurfræði í samtímanum
segist ekki heldur vera að rannsaka fegurð, spyrji einhver um iðju þeirra.
Viðfangsefhið er list og að sumra mati áþreifanlegur vandi hennar í sam-
tímanum. Það er ekki aðeins fegurðin sem hefur glatað ótvíræðum við-
miðum sínum, heldur einnig og ekki síður listin.2 3
En það eru fleiri og skyld atriði sem skipta máli í kynningu aðstæðna.
Olíkt því sem sumir virðast halda, eru glötuð fegurðarviðmið og óræð
viðmið listarinnar ekki aðeins viðfangsefni fræða í baráttu þeirra um
greiningu á samtímalist. I samtímaskáldskap má stundum sjá hvernig
sögulegir þættir fagurfræðinnar kallast nánast sjálfkrafa á við hugmyndir
um óræða stöðu hennar í samtímanum. Hvernig sem vindarnir blása í
baráttu ffæðanna verður ekki annað séð en meintur dauði eiginlegrar
fagurfræði geti verið olía á eld samtímaskáldskapar. '
En hvernig getur sami dauði verið brauð menningarffæða samtímans?
Við skulum snúa okkur að þriðja og síðasta atriðinu í kynningu aðstæðna.
Vilji einhver spyrja um afdrif fagurfræði á tímum menningarfræða,
kann áhersla menningarffæðinga á hið menningarfélagslega samhengi að
vera mikilvæg. Eins og bent hefur verið á tengist áherslan á hið félags-
lega samhengi yfirleitt pólitískum áhuga og gagnrýnum viðhorfum til
ríkjandi hugmyndafræði og fagurfræði á Vesturlöndum. Sé hægt að tala
um sameiginlega aðferðaffæði menningarfræðinnar hefur það verið
nefnt andóf eða viðnám gegn menningarlegu forræði. Bókmenntirnar
eru ekki undanskildar andófinu eða viðnáminu, ekki síst þær sem menn-
ingarfræðingarnir kalla „upphafm“ bókmenntaverk. Þær bókmenntir
hafa að þeirra mati notið sérstöðu sem rannsóknarefni, á kostnað rann-
sókna á alþýðumenningu eða afþreyingarmenningu. Að þeirra rnati er af-
2 Sjá t.d. Encyclopedia of Aesthetics, ritstj. Michael Kelly, Oxford University Press: New
York og Oxford 2000. Sjá einnig The Continental Aesthetics Reader, ritstj. Clive
Cazeaux, London og New York: Routledge 2000.
3 Sjá formála Birnu Bjarnadóttur í Hvað rts úr djúpinu? Guðhergur Bergsson sjötugur, xi.
70