Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 74
BIRNA BJARNADOTTIR
telja gagnrýni á menningarlegt forræði „æðri“ bókmennta á skjön við
efablandið, ef ekki slitrótt flugið í bókmenntunum sjálfum.
Við skulum halda af stað og skoða afdrif fagurfræði á tímum menning-
arffæða.
Gagnrýni menningarfræðinnar á „<eðri“ bókmenntir
Líkt og lesa má um í grein Astráðs Eysteinssonar, ,„\lenningarfræði í
ljósi bókmennta“, er menningarfræði ekki ný af nálinni. Sviðið býr að
fjölbreytilegri hefð ffæðilegrar menningarumræðu, sem hefur farið fram
innan ólíkra ffæðasviða á borð við heimspeki, mannffæði, félagsffæði,
sálgreiningu, sagnffæði og bókmenntafræði. (I þessu samhengi má nefha
ffönsku fræðimennina Roland Barthes, Michel Foucault, Pierre Bour-
dieu og Jean Baudrillard). Þar \ið bætist að menningarfræði samta'mans
endurómar oft þá almennu menningarumræðu sem lengi hefur „spunn-
ið ýmsa þræði milli samfélagsins, sögunnar, menningarh'fsins, bók-
mennta, lista og fræða“.7 Svið þessarar ffæðigreinar er með öðrum orð-
um æði víðfemt og spyrja má hvort menningarfræðingar eigi eitthvað
sameiginlegt. Aftur vísa ég í Astráð: „I reynd er menningarffæði umgjörð
um ótal fræðimenn með sérþekkmgu á mismunandi sviðum - þótt sum-
um þeirra sé illa við sérhæfingarhugtakið - menn sem eiga það sameig-
inlegt að vilja kanna viðfangsefni sín í menningarfélagslegu samhengi“.!>
Umrædd menningarffæði hefur sótt fram af miklum þunga á undan-
förnum áratugum og er sögð gera kröfu til sérstaks fræðavettvangs inn-
an háskólanna. Þetta er mikilvægt atriði. Þeir sem leggja sig eftir þessu
almenna fræðasviði (eða eru kenndir við það) fást þar að auki við rann-
sóknir á margvíslegum efnum. Þar má nefna rannsóknir á stöðu og
menningu kynjanna og rannsóknir á einstökum k\mþáttum eða menn-
ingarheimum, oft í nafni menningarfjölhyggju (multiculturalism) eða
efdrlenduffæða. Aðrir leggja áherslu á alþýðu- og afþreyingarmenningu,
á einkenni hversdagslífs eða á menningarkima. Enn aðrir skoða fjölmiðla
sem lykilþátt í allri nútímalegri menningarmótun, þar sem m.a. auglýs-
ingar leika stórt hlutverk. Þetta þýðir að fi'æðilcgri athygli er í sívaxandi
mæli beint að menningarsviðum sem fólk lifir og hrærist í, en hafa ekla
verið í fyrirrúmi fræðanna. Það sem helst er sagt sameina þessi svið er
Astráður Eysteinsson: „Menningarfræði í ljósi bókmennta“, s. 433.
8 Sama rit, s. 435.
72