Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Qupperneq 77
SKAPANDI DAUÐASTRÍÐ?
sögulegri og félagsfræðilegri nálgun. Einungis með þeim hætti, segir
Bourdieu, getum við öðlast þekkingu á bókmenntunum.12
Hér verður ekki efast um mikilvægi greiningar Bourdieus á bókmennta-
sviðinu. I því efni er hann líka sporgöngumaður áhrifamikilla franskra
fræðimanna á 20. öld, sem greindu höfundinn, lesandann og svið þeirra
nánast niður í duftið.13 En hvað ef við færum sjónarhomið frá bók-
menntasviðinu að bókmenntunum sjálfum og spyrjum: Hvað er list?
Hvað eru fagurbókmenntir? Og hver er þekkingin á þeim? Við skulum
líta á öðruvísi hugmyndir.
Maurice Blanchot - öðruvísi hugmyndir uvt fagurbókmenntir
Þegar kemur að bókmenntum er samlandi Bourdieus, Maurice Blanchot
(1907-2003), ekki á höttunum eftir hinu menningarfélagslega samhengi.
Hann virðist jafn áhugalaus um þá þekkingu, sem sögð er afrakstur
menningarfélagslegrar greiningar á bókmenntasviðinu. Þetta ætti að vera
ljóst séu orð Blanchot um tungumál skáldskaparins höfð í huga: „Lestur
skáldskapar vekur ekki hæíni lesanda í lífinu, heldur snertingu við heim
sem er óþekkjanlegur. Kjami skáldsögunnar/skáldskaparins er þessi fá-
tækt lesanda. Skáldskapur getur skapað reynslu sem líkist uppgötwm, afl
sem miðar ekki að því að tjá það sem er vitað, heldur að öðlast reynslu af
því sem er óþekkt“.14
I túlkun á skáldskap og einstaklingsbundinni reynslu af honum á
Blanchot sér ekki margar hliðstæður í röðtun 20. aldar skálda og
gagnrýnenda. Hann er sá túlkandi bókmennta á 20. öld sem hvað oftast
og af hvað mestri alvöru hefur spurt: Hvað er skáldskapur og hvers vegna
12 Sama rit, s. 302.
15 Tvær af mikilvægustu fræðiritgerðum 20. aldarinnar í þessu efiii eru án efa „Dauði höf-
undarins“ (1968) eftir Barthes og „Hvað er höfundur“ (1969) eftir Foucault. Sú fyrri er
til í íslenskri þýðingu Kristinar Birgisdóttur og Kristínar Viðarsdóttur ( sjá Spor í bók-
menntafrÆ 20. aldar, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðars-
dóttir, Reykjavík: Bókmenntaffæðistofhun Háskóla Islands 1991, s. 173-180). Ritgerð
Foucaults, „What is an author?“, má finna í enskri þýðingu í Langnage, Connter-Mem-
ory, Practice, ritstj. Donald F. Bouchard, þýð. Donald F. Bouchard og Sherry Simon, It-
haca, New York: Comell Universitv Press 1988 [1977], s. 113-138. Sjá einnig Bimu
Bjamadóttur: „Eftir dauða höfundarins. Um tilræði Rolands Barthes og draumsýn
Alichels Foucault“, Kistan, www. kistanás, júní 1999.
14 Maurice Blanchot: „The Language of Ficition“, The Work of Fire, þýð. Charlotte
Mandell, Stanford: Stanford Califomia Press 1995, s. 74—76.
75