Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 81
SKAPANDI DAUÐASTRÍÐ ?
Fyrir utan einstaklingsbundna sýn Blanchot á möguleika fagurbók-
mennta, segir túlkunarhefðin hér rækilega til sín. Það er líka hér sem
hugmyndir Blanchot finna samhljóm í róttækri, evrópskri fagurffæði um
nútímabókmenntir.26 Ef marka má hugmyndir Blanchot, eru fagurbók-
menntir óendanleg leit að fistinni. Og listin? Hvað er hún? Hún er
möguleiki okkar til að halda af stað, handan Sannleikans. Þar bíður okk-
ar ekki tiltekin þekking, sem er afrakstur greiningar á tilteknum raun-
veruleika. Þar bíður okkar ekki heldur hnökralaus, fagurfræðileg vitund.
\lð tekur grundvallar óræðnt um okkur sjálf og heiminn.
En hvað með arf eiginlegrar fagurfræði? Hver er hann í þessum mögu-
leika: Listinni?
Skapandi danðastríð í brunni fegurðar
Við skulum halda okkur við ljóðið og líta á „Eitthvað um fegurð fært í
hljóm orða“ eftir Guðberg Bergsson:
Michelangelo Bonarotti skrifaði árið 1542 í bréfi til séra Aliotti:
Maður málar með heilanum, ekki höndunum.
Vasari sagði aftur á móti:
Maður á að mæla út með auganu, ekki höndunum, vegna þess
að hendurnar starfa, augað metur.
Hins vegar segir Kant í bókinni Gagnrýni á rétta dómgreind:
Að dæma eftir smekk ber ekki vott um dómgreind byggða á
þekkingu. Að fylgja eigin smekk er ekki vísindalegt heldur í ætt við
fagurffæði. Eg á við það að þannig dómur getur aðeins stuðst við
manns eigið gildismat...
-6 I kjölfar þess sem kallað hefur verið iónvæðing reynslunnar, hefur ný hugsun þróast í
skilningi á sambandi einstaklings og raunveruleika. Fagurfræðileg reynsla hefur ver-
ið endurskilgreind og er sögð skipta höfuðmáli hvað varðar mögulegan skilning á
sambandi hugar og heims. Eftir að hafa verið homreka á sviði hugsunarinnar (heim-
spekinnar), hefur fagurffæðin tekið sér stöðu nær miðju, ekki síst í hugum þeirra
sem vilja nálgast möguleika váts og skynjunar andspænis sívaxandi sundurgreiningu
nútímahugsunar. Sjá Clive Cazeaux: The Continental Aesthetics Reader, London og
New York: Routledge 2000, inngangur xiii-xvii.
79