Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 88
ARNAR ARNASON
sem henni tilheyTa má líta svo á að menningin sé í einhverjum skilningi
sjálfstætt og hlutlægt keríi sem endumýjar sig sjálft.
Ef menningin er heildstæð þá er hún líka afmörkuð eining. Mð getum
þannig talað um íslenska menningu og enska menningu og dregið skýr
mörk milli þeirra. Það fólk sem tilheyrir hverri menningu tilheyrir henm
allt á sama hátt, það er að segja menningunni er jafndreift til allra þeirra
sem teljast meðlimir hennar. Islensk menning, eins og Sambandslaga-
neínd hélt fram, er menning íslensku þjóðarinnar en ekki bara einhvers
hluta hennar. HugmyTidin er bka sú að menning hafi ákveðinn stöðug-
leika. Islensk menning er „íslensk menning“ hvort sem talað er um land-
námstímann eða nútímann og þarna á milli er eitthvert sögulegt sam-
hengi, einhver stöðugleiki.
Þetta er þá hin klassíska hugmynd mannfræðinnar um menninguna.
Hver menning er sjálfstætt kerfi sem endurnýjar sig sjálft þar sem að-
greinanlegir þættir hennar fléttast saman í heildstæða, affnarkaða og var-
anlega einingu. Þessar hugmyndir um menninguna hafa gengið í gegn-
um gagngera endurskoðun síðustu ár. Segja má að sú endurskoðun
hefjist með hugmyndum Clifford Geertz.
Menning er merking
Saga endurskoðunarinnar, eins og ég segi hana, hefst með ameríska
mannfræðingnum Clifford Geertz (1973; 1983). Geertz leitaði til Max
Webers og gerði hugtak hans um „félagslega athöfn“ að grundvallarat-
riði menningarkenningar sinnar. Weber (1978) gerði greinarmun á
„hegðun“, merkingarlausu atferli, „athöfn“, atferli sem gerandinn gefur
merkingu, og „félagslegri athöfn“. Samkv’æmt Weber og Geertz er „fé-
lagsleg athöfn“ athöfn sem gerandinn gefur merkingu sem ætlað er að
berist til einhvers viðtakanda. Geertz (1973: kafli 1) notar hér sem dæmi
muninn á því að depla augunum og því að blikka einhvern. Lífffæðilega
séð og ffá sjónarhóli utanaðkomandi aðila er hér um sömu athöfn að
ræða, segir Geertz. Munurinn gæti þó vart verið meiri, bætir hann við,
eins og hver sá sem hefur \f llst á depli fyrir blikk þekkir af sárri reymslu.
Alunurinn felst að sjálfsögðu í því að blikkið er viljaverk, athöfn sem fel-
ur í sér skilaboð, merkingu sem beint er að \f ðtakanda. Geertz heldur því
ffam að hlutverk mannfræðingsins sé að skrifa það sem hann kallar
„þykka lýsingu“, lýsingu sem geti gert greinarmun á depli og blikki og
86