Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 92
ARNAR ARNASON
ford 1986) að það hafi fallið vel að pólitísku umhverfi nýlendutímans að
lýsa menningu „innfæddra“ sem affnarkaðri, heilste\rptri og varanlegri.
Með þessum lýsingunt hafi m.a. áhrif nýlendustefnunnar sjálfrar verið
sveipuð hulu, þeim neitað, og mannfræði þannig svarað, ómeð\ntað
kannski, ákveðnu pólitísku kalli.
En ef etnógrafían er þannig alltaf skilyrt, segir Clifford, er hún um leið
ófullgerð og ófullkomin, hún segir sína sögu frá ákveðnu sjónarhorni, í
ákveðnum tilgangi, skilyrt af ák\ eðnum pólitískum aðstæðum. Allar
lýsingar á ákveðinni menningu sem heildstæðri, rökréttri og afmarkaðri
einingu er sköpun mannfræðingsins, búin tíl í skrifum hans, segir
Clifford. Hér hefur hinni klassísku hugmynd mannfræðinnar um menn-
inguna nánast verið snúið á haus.
Eg held að Clifford hafi mikið til síns máls og ætla að leyfa mér að
halda þ\tí fram hér, til gamans, að íslensk menning sé ekki til, að minnsta
kosti ekki sem afinarkaður, heildstæður, varanlegur og hlutlægur veru-
leiki. Það er almælt að íslenskan sé kjarninn í íslenskri menningu, eins og
Sambandslaganefnd hélt til dæmis fram (sjá Gísli Pálsson 1989; 1995). Ef
ég leyfi mér nú að gera hana að fulltrúa íslenskrar menningar í heild má
spyrja: Hver er íslenskan? Er hún mál íslendingasagnanna? Er hún inál-
fræðin eða orðin í Orðabók Menningarsjóðs? Er hún daglegt málfar fólks
og þá hverra? Er hægt að líta svo á að íslenskan endurnýi sig sjálf? Er hún
til annars staðar en í gegnum og fyrir atbeina þeirra sem tala hana og
skrifa og þeirra sem tala um hana og skrifa - og þá ekki síst um nauðsyn
þess að varðveita og \áðhalda henni? l'ilheyrir íslenskan öllunt jafnmik-
ið, jafnt þeim sem tala „rétt“ og „fallegt“ mál og hinuni „þágufallssjúku“
(Gísli Pálsson 1989)? Er íslenskan ennþá íslenska Sagnanna? Hvað með
öll dönsku og ensku áhrifin, allt fólkið sem er „lost“, alla viðburðina sem
eru „möst“ og allar hugmyndirnar og ákvarðanirnar sem hafa „implík-
asjónir“? Hvað með málið sem fólk notar til að skeyta hvert öðru á
gemsunum? Er það líka íslenska?
Þessum spurningum er ætlað að gefa í skyn að það sé hvorki einfalt
mál né sjálfgefið að tala um íslenskuna eða íslenska menningu sem af-
markaða, heildstæða og varanlega einingu? Sp\rja má hvort hún sé að-
eins til í skrifum um íslenska menningu þar sem andstæðum og átökum,
óreiðu og breytileika er ritstýrt svo að úr verði heildstæð mynd? Enn má
spyrja hvort sú ritstýring eigi sér rætur í félagslegu, fræðilegu og ekki síst
pólitísku umhverfi skrifanna. Þetta er að sjálfsögðu mjög skýrt í ntál-
9°