Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 94
ARNAR ARNASON
felist ákveðin valdasvipting. Er líf íslendinga skilgreint af ffæðimönnum
og ekki þeim sjálfum? A það má benda að Clifford og Marcus og sam-
ferðarmenn þeirra hafa í skrifum sínum lagt meiri áherslu á skáldskapar-
mál etnógrafíunnar en minni á pólitík hennar, það sem maður getur
kannski leyft sér að kalla, þó gamaldags sé, framleiðsluhætti menningar-
innar (Dirks, Eley og Ortner 1994). Spyrja má í þessu sambandi hvort sú
mynd af menningu sem Clifford og Marcus teikna falli ekki jafn vel að
efnahagskerfi hins alheimsvædda og ffjálsa fjármagns og hin hefðbundna
hugmynd féll að pólitísku kerfi nýlendutímans (sbr. Jameson 1984)?
Saga
Ef afbyggingin er þannig ópólitísk þá er hún líka að mörgu leyti ósögu-
leg, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem hún gengur út ffá því að
fræðimaðurinn í fílabeinsturni sínum skapi menninguna. Með þessu við-
heldur afbyggingin hluta af hinni klassísku hugmynd mannfræðinnar um
menninguna, að hver menning búi yfir ákveðnum varanleika, breytist
hægt ef nokkuð. Þetta átti að gilda um menningu almennt nema þegar
kom að Vesturlöndum þar sem greinilega, eins og var haldið ff am, höfðu
orðið miklar og gagngerar breytingar með tilkomu iðnvæðingar, mark-
aðskerfis og lýðræðis. Menningarheimar utan Vesturlanda, sagði þessi
saga, tóku svo að breytast vegna áhrifa frá Vesturlöndum en aðeins mjög
nýlega, sumir í kjölfar landafundanna miklu en aðrir ekki fýrr en eftir lok
síðari heimsstyrjaldarinnar. Menningarheimar utan Vesturlanda áttu sér
í raun ekki sögu fýrr en með tilkomu áhrifa frá þeim síðarnefndu.
Þessi hugmynd á sér djúpar rætur og er viðtekin meðal almennings.
Mannffæðingar hafa hins vegar nú hafnað henni. Margir hafa komið við
sögu, en líklega hefur bók Eric Wolf Europe and the people without history,
sem út kom árið 1982, haft mest áhrif. Wolf hélt því fram að þeir „fjar-
lægu“ menningarheimar sem mannfræðingar hafa mest lagt sig ffam um
að rannsaka væru aldrei sú affnarkaða, heildstæða og varanlega eining
sem menningarhugtakinu var ædað að koma orðum yfir. Þvert á móti,
segir Wolf, þá hafa menningarheimar alltaf fléttast saman, haft áhrif hver
á annan, mótað hver annan. Wolf benti sérstaklega á áhrif útþenslu Evr-
ópu um 1400. Hann rakti meðal annars slóð þrælaverslunarinnar og
lagði mikla áherslu á að affísk samfélög voru ekki einungis óvirkir þol-
endur í þeirri sögu allri, heldur virkir þátttakendur sem áttu sinn þátt í