Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 104
GAUTI SIGÞORSSON
ingu þegar forvntni þeirra um tiltekin váðfangsefni eða vandamál leiddi út
ti,TÍr sérsvið kennarans. Þess vegna var það grundvallarregla að nemend-
ur gætu breytt sjálfri námskeiðslýsingunni og þar með markmiðum
námsins. \\llliams lýsir þessu sem rétti nemendanna til þess að spyrja
kennarann: ,Ja, ef þú segir mér að spurningin fari út h’rir svið greinar
þinnar, komdu þá með einhvern sem stundar rétta grein eða hættu að
binda þig við fræðigreinar og svaraðu henni sjálfur“.-
I ljósi þessa er niðurstaða Wllliams um ffamtíð menningarfræðinnar
skiljanleg, þó að þar gæti ákveðinnar nostalgíu eftir þessum „uppruna“:
„Menningarfræði hefur snúist um [...] að finna það besta sem starf
menntamanna hefur upp á að bjóða og nota það á opinskáan hátt til að
mæta fólki sem hefur slíkt starf ekki að lífsmáta og sér ekki neina starfs-
möguleika í því en hefur vútsmunalegan áhuga á því, sér í því leið til að
skilja byrðar sínar og byrðar af öllu tagi, allt ffá hinu persónulegasta til
hins pólitíska í víðum skilningi“ (bls. 162). Þetta er merldleg seming af
því að í henni koma saman tveir af burðarstólpunum í ffæðistarfi Raym-
onds Wtilliams og samtíðarmanna hans, annars vegar menningarhugtak-
ið í merkingunni „siðmenning“ (sem Matthew Arnold nefndi „það besta
sem hugsað hefur verið og sagt í heimi“), en hins vegar mannfræðilegi
skilningurinn á menningu sem lífsmáta tiltekins hóps fólks, ólíkt þeirri
„fullkomnun“ sem Arnold miðar við.2 3 Þegar Wúlliams leiðir saman „það
besta sem starf menntamanna hefur upp á að bjóða" og „lífsmáta“ („a
whole way of life“) beitir hann þessum tveimur menningarhugtökum
hvoru gegn öðru til þess að meimta nemendur sem ekki eru hámenning-
arlega sinnaðir, en samt fonátnir urn félagslegar og pólitískar aðstæður
sínar. Táknkerfi (t.d. bókmenntir, kvikmyndir, myTidlist) eru, í skrifum
Wfilliams, alltaf bundin samfélags- og efnahagslegri valdskiptingu á milli
stétta, kynþátta, kynja, og svo framvegis. Því er ekki til nein „hrein“ há-
menning sem svífur ofan við það sem tilteknir hópar fólks gera í daglegu
lífi, ofan við valdatengsl og stéttaskiptingu. Þessi afstaða reyndist mörg-
2 Raymond Williams, „The Future of Cultural Studies“ í 1989. The Politics ofModem-
ism: Against the New Conformists. London: Verso, bls. 157.
3 Raymond Williams 1983. „Culture." Keytvords: A Vocabulary of Culture and Society.
Endurskoðuð útg. London: Fontana, bls. 87-93. Menningarhugtak Matthews Am-
old er að finna í Culture and Anarchy (1867); í breskri marmfræði er það E.B. Tylor
sem færir síðarnefndu skilgreininguna inn í ensku, í Primitive Culture (1870), en
Williams segir hann sækja hana tdl G.F. Klemm, Allgemeine Kulturgeschichte der
Menschheit (1843-52).
102