Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 105
KENNSLUÞJONAR OG NAMSNEYTENDUR
um frjó, og liggur enn til grundvallar þeirri fjölbreyttu orðræðu sem við
köllum „menningarfræði“ nú.4
Sem verkamaður og lærlingur í bandarískri menningarffæðifabrikku
hef ég reynslu af ffamhaldinu sem Williams reyndi að ímynda sér, þó
hinumegin hafs sé. Því er þessi grein mín ekki hefðbundin rannsóknar-
ritgerð, heldur eins konar hugleiðing með neðanmálsgreinum. Mig lang-
ar að spinna við ffamtíðarspá Williams í ljósi reynslu minnar af menn-
ingarfræðinámi og háskólakennslu undanfarin sex ár, sem og í ljósi þeirra
tíðinda sem bárust í sumar ffá Birminghamháskóla um að ffæg menning-
ar- og félagsfræðiskor skólans hafi snögglega verið lögð niður. Ritstjórar
Ritsins báðu mig um grein um kennsluffæði og aðferðir við kennslu í
menningarfræðum, en svo vildi til að umrótið í Birmingham hófst rétt
eftir að ég byrjaði að leggja drög að henni. Sama hvað ég reyndi að ræða
„kennslufræðilega“ um reynslu mína í faginu leiddi viðfangsefnið mig
alltaf út fyrir dyr kennslustofunnar að eins konar „vistffæði" þessarar
samsetningar sem við köllum menningarfræði, tilraun til þess að lýsa
undirstöðum fagsins, háskólastofnunum, þárveitingarvaldi, stjórnun og
þeim valdatengslum sem mynda samhengi kennslunnar sem ég hef haft
atvinnu af undanfarin ár.5 Með öðrum orðum hef ég reynt að fara að ráð-
um kvöldskólanemanna sem Williams segir ffá og látið spurningarnar
ráða för.
Af stofnanafælni
Fleiri en Ravmond Williams hafa gert kennslustarfið sjálft að viðfangs-
efni menningarffæðinnar. I verkum bandaríska fræðimannsins Henry
Giroux er iðulega að finna menningarlega greiningu sem byggir á
kennsluffæðilegum forsendum, þar sem litið er á tiltekna texta, fjölmiðla
og menningarkima líkt og um námsefni, kennsluaðferðir og nemendur sé
4 Svipaða grundvallarhugmynd er, til dæmis, að finna í mýtugreiningu Rolands Bart-
hes í Mythologies (1954), það er, að einstök tákn feli í sér klasa af öðrum táknum sem
vísa til stærra menningarlegs, pólitísks, og félagslegs samhengis. Að greina hið stóra
í hinu smáa er kannski helsta einkenni menningarffæðinnar í gegnum tíðina.
5 „Samsetning" er hér fengin að láni úr grein Gilles Deleuze og Félix Guattari, „Rís-
óm“, þýð. Hjörleifúr Finnsson, í Geir Svansson, ritstj. (2002), Heimspeki verðandinn-
ar: Rísóm, sifjar og innrcett siðfrteði. Atvik 7. Reykjavík: ReykjavíkurAkademían. Sjá
einnig stuttan inngang minn að grein Deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög",
Ritið 1/2002, bls. 155-156.
io3