Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 106
GAUTI SIGÞORSSON
að ræða. Þannig spyr þessi „pedagógíska“ menningarfræði þriggja meg-
inspurninga um viðfangsefni sín: Hver er nemandinn, hver eru markmið-
in og hvemig er þeim náð? Sem dæmi má nefna greiningu Giroux á því
hvað Rush Limbaugh og aðrir hægrisinnaðir útvarpsmenn í Bandaríkj-
unum (svo ekki sé minnst á smærri fiska eins og Howard Stern) „kenna“
í daglegum fyrirlestrum sínum, hvert „námsefnið“ er og hvernig almenn-
ingur gegnir hlutverki „nemenda“ í ljósvakaskólanum. Giroux h'tur á al-
mannavettvanginn sem eins konar kennslustofu, og þar af leiðandi er það
ekki skrýtið að hann skuli jafiiframt líta á kennslustofuna sem almanna-
vettvang. Hjá Giroux kemur ítrekað fram sú sannfæring að kennslustof-
an sé einskonar tilraunastofa lýðræðisins, vettvangur þar sem nemendur
geta lært að tjá sig og orðið virkir borgarar.6 7
I verkum Giroux í tæpa tvo áratugi hefur þessari hugmynd um kennslu-
stofuna fylgt ákveðin andúð á þeim stofrnmum sem skilyrða kennslustarf-
ið. Skólar, ríki, og fjárveitingarvald eiga það til að gegna hlutverki and-
stæðingsins í ritum Giroux, líkt og menningarfræðin (sem safn
hugmynda, aðferða og markmiða) sé aðskiljanleg frá þeiin stofnunum sem
veita fræði- og kennslustarfinu vettvang. Gott dæmi um þessa stofnana-
andúð er greinin sem birt er í íslenskri þýðingu í þessu hefiá Ritsins, eftir
Giroux o.fl. frá 1984 þar sem menningarfræði er ekki bara álitin þverfag-
leg, heldur er henni stefnt gegn stofnunum almennt. Þetta er ekki eina
dæmið í menningarfræði um það að „stofnunin“ birtist sem víðtækt nei-
kvætt hugtak, eins konar samheiti fyrir stirðnun, kyrrstöðu og yfirráð.8
6 Um útvarp og pólitxk, sjá Henry Giroux (1996), „Talking Heads and Radio Peda-
gogy,“ í Fugitive Cultures: Ruce, Violence and Youtb (London, New York: Roudedge),
bls. 141-161. Um kennslustofuna og þjálfun fyrir lýðræðið, sjá Giroux (1997) Peda-
gogy and the Politics of Hope (Boulder: Westview Press), bls. 106; Giroux (1992) Bor-
der Crossings: Cultural Workers and the Politics of Education (London, New York:
Roudedge), bls. 105.
7 Henry Giroux ofl. 1984. „Þörfin á menningarfræði: Viðnámsmenntamenn og and-
spyrna á opinberum vettvangi“, ísl. þýð. Vera Júlíusdóttír, bls. 149-168 í þessu hefd
(bls. 483 í frumtexta). Það er augljóst að Williams telur stofnanabindingu menning-
arfræðinnar henni hættulega (1989, bls. 157), og Giroux fylgir þeirri hugmynd þeg-
ar hann mælir með bæði „counter-disciplinary projects“ og „counter-institutíonal
projects". Af öðrum dæmum um þessa stofnanafælni má nefna ummæli Stuarts Hall
um „óhreinleika" (,,dirtíness“) stofnana í „Cultural Studies and its Theoretical Leg-
acies,“ Lawrence Grossberg, o.fl. ritstj. 1992. Cultural Studies. London: Roudedge,
bls. 278; sjá einnig Francis Mulhern 1995. „The Politics of Cultural Studies“, Mont-
hly Review, júlí-ágúst (1995), bls. 35.
8 Crystal Bartolovich hefur skrifað eina bestu ritgerð sem ég hef séð um þetta efni,