Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 111
KENNSLUÞJÓNAR OG NÁMSNEYTENDUR
ar skipulag riðlast og stöðu kennarans er ógnað. Flestar hryllingssögur
kollega minna snúast einmitt um vel undirbúnar kennslustundir sem falla
um sjálfar sig við óvæntar aðstæður.
A mínum eigin ferli má til dæmis nefna fagran vetrarmorgun sem ég
nefni „Dag zombíanna“. Þá var ég að kenna ritsmíðanámskeið við ensku-
skorina. Mér var ffjálst að haga kennslunni eins og mér sýndist, en skor-
in lagði samt áherslu á að námskeiðið byrjaði nokkuð bratt, fyrstu verk-
efnaskil strax í annarri viku - nógu snemma til þess að sigta út þá sem
þyrftu sérstaka hjálp. Fyrsti skiladagur var fjórum dögum síðar, og þess
vegna mætti ég í aðra kennslustund misserisins, ískaldan og bjartan jan-
úarmorgun, með þéttskrifað kennsluplan. Fyrsti tíminn hafði gengið vel,
enda allir nývaknaðir og spenntir á fýrsta skóladegi, þannig að ég var
bjartsýnn um framvinduna. Eg bauð hressilega góðan dag á slaginu 8:15,
las upp, og sigldi strax inn í verkefni dagsins sem snerist um inngangs-
greinar og lykilsetningar („thesis statements“). Þetta kryddaði ég með
heillandi rökffæðilegri útskýringu á „syllógisma“ og „enþýmemi“, sem
krafðist smá teiknmnnu á töfluna.
Þegar ég sneri mér við og leit yfir hópinn mætti mér ófögur sjón. Af
tuttugu og fimm manns voru um það bil sjö nógu vakandi til að taka glós-
ur. Nokkrir störðu ffam fyrir sig með augnaráði sem minnti helst á
stjarfaklofa. Afgangurinn var steinsofandi. Beint fyrir framan kennar-
aborðið lágu þrír nemendur í öngviti fram á skólatöskumar sínar, og einn
var tekinn að slefa smávegis. Eg ræskti mig, skellti bók á borðið, nem-
endur mmskuðu og við byrjuðum aftur. Klukkan á veggnum sýndi 8:30.
Tíu mínútum síðar vrar allt farið í sama far. Þessi hringrás endurtók sig
til kl. 9:30 og þegar við losnuðum úr þessu valíumhelvíti var mér skapi
næst að segja upp störfum. Sem betur fer spurði ég samt ráða, og gerði
mér ljóst að ekki væri á mínu valdi að breyta líkamsstarfsemi eða svefn-
venjum nemenda. Þess í stað gat ég breytt sjálfúm mér - í íþróttakenn-
ara. Ritsmíðakennslan varð þannig líkamlegri en ég ædaði í fýrstu. Ut
með fýrirlestra og krot á töfluna, inn með öndunaræfingar, líkamsliðkim
í anda gömlu góðu útvarpsleikfiminnar, og hnitmiðaða sprettfýrirlestra.
I stuttu máli sagt þurfri ég að endurskipuleggja kennsluna frá grunni,
ekki bara út ffá námsefninu heldur út frá tíma dags, ástandi nemendanna
og stofnanalegu markmiðunum sem þtudti að ná með þessu námskeiði
hvrort sem allir væru syfjaðir eða ekki.
Kennsluffæðilega séð fólst lausnin í því að kenna í kringum þetta
109