Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Qupperneq 113
KENNSLUÞJONAR OG NAMSNEYTENDUR
tölum, beitum við smátækni eins og ég lýsti hér að framan, hlutgerum
hvern einstakling á einkunnaskalanum, jafhframt því að við tryggjum að
bókhald og eftirlit stofnunarinnar gangi upp. Tilraun mín til þess að
halda nemendum mínum vakandi með morgunleikfrmi er afbrigði slíkr-
ar ögunar, rétt eins og próf og einkunnir. Þessi ögun kemur kannski hvað
skýrast ffarn í stórum námskeiðum á háskólastigi þar sem tugir nemenda
sitja sama kúrs. Kennarinn hefur í flestum tilfellum fýrirfram mótaðar
væntingar af nemendum. Hann hefur ákveðið hver markmið námskeiðs-
ins eru og með hvaða aðferðum skuli meta frammistöðuna og hlutgera
hana í lokaeinkunn. Sjálfur hef ég unnið við slík námskeið, iðulega stóra
fýrirlestrakúrsa þar sem ég hef átt takmarkað samband við manneskjurn-
ar á bak við prófin og ritgerðirnar. Við þessar aðstæður er kennslan
„straumlínulöguð“ niður í fýrirlestra og skipulagðar umræður, og tækni-
legar forsendur hennar koma glöggt ffarn á verkefnablöðum, krossapróf-
um og talnarunum í töflureikni.
Námið á sér augljóslega stað innan flókins kerfis ögunar, og í því er
nemandinn ekki eina viðfangið. I lok misseris fær kennarinn sína eigin
einkunn í kennslumati, nemendumir fá lokaeinkunnir, og þessar niður-
stöður flæða inn í bókhald háskólans, í nemendaskrá, launabókhald, tdl
nefhda og stjórnenda. Ef einkunnadreifing er í ólagi (þ.e., einkunnir em
of háar eða of lágar miðað við meðaleinkunnir almennt), eða kennslu-
matið ekki innan viðmiðunarmarka, er kennaranum skylt að gera grein
fýrir þessum niðurstöðum, við yfirmenn og stjórn háskólans. Það er
einkum þetta kerfi eftirlits og ögunar sem ég sakna í greinum Henrys
Giroux um kennslufræði, og í endurminningum Williams um menning-
arfræði og háskólakennslu. Þar að auki sakna ég nákvæmari greiningar á
efhahagslegum forsendum menningarffæðikennslu við rannsóknahá-
skóla og grunnnámsskóla, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Gagnrýni mín
beinist þar af leiðandi fýrst og ffemst að því hvernig forskriftargildið er
látið ráða för í kennsluffæði Giroux, og hvernig lýsandi gildi hennar tak-
markast af „stofhanafælninni“ sem ég hef rætt hér að framan. Eg er ekki
andsnúinn því að líta á kennslustofuna sem tilraunavettvang lýðræðisins,
og á nemendur sem virka borgara í samfélagi háskólans. Þvert á móti hef
þýð. New York: Random House. Hér hef ég einkum í huga kaflann „The means of
correct training“ (bls. 170-194). Tortryggni mína gagnvart „hlutgervingu" (þ.e. að
fara með óhlutstætt hugtak eins og um efnislegan hlut væri að ræða) styð ég með
vísun í meistaraverk Stephen Jay Gould, The Mismeasure ofMan (New York: W.W.
Norton 1981/1996) um gáfnapróf og gáfhavísitölu, sjá bls. 27-28.
111