Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 114
GAUTI SIGÞORSSOX
ég þess háttar jafningjasiðferði að leiðarljósi, og ég tel að þessi grundvall-
arforsenda sé einn helsti st\Tkur gagnrýnnar kennslufræði Giroux. Sú
siðferðisregla er þó óhjákvæmilega skilyrt af valdatengslum nemenda,
framhaldsnema, prófessora og stjórnenda, og það er á ábyrgð okkar sem
kennum að skilja hlutdeild okkar í þeim jafnframt því sem við leitumst
við að skilja hlutdeild stofhananna í okkar eigin hugsun, starfi, skrifum
og atvinnu.
Siðaskipti í Birmingbam
Síðastliðið sumar bárust óskemmtileg tíðindi frá sjálfu höfuðvígi
menningarfræðinnar í Bretlandi, háskólanum í Birmingham. Skor menn-
ingar- og félagsfræði var skyndilega lokað fyrir fullt og allt. Námskeiðin,
námsbrautirnar og kennslustöðurnar voru að mestu felldar tmdir nýja fé-
lagsffæðiskor, en þó var nokkrum kennurum sagt upp störfum. Það kom
flestum á óvart að skorin skyldi skorin, eða „endurskipulögð“ eins og sagt
var, þar sem hún var á síðasta ári efst á lista menntamálaráðuneytisins yf-
ir bestu kennslu í félags- og hugvisindum. Hið sama er að segja um aðra
virta stofntm, Centre for Mass Communication Research við University
of Leicester, sem lögð var niður á sama tíma. Hvernig ber að túlka þessa
ráðstöfun Birminghamháskóla, og hverju breytir hún fyrir menningar-
fræði annarsstaðar?
Rannsóknastofnunin Centre for Contemporaty Cultural Studies var
stofnuð árið 1964 við háskólann í Birmingham undir stjórn Richards
Hoggart. CCCS varð snemma leiðandi í enskumælandi (og síðar þöl-
þjóðlegri) menningarfræði utan Bretlands. Smart Hall tók við stofhun-
inni af Hoggart árið 1971 og leiddi hana gegnum mikið gróskuskeið all-
an áttunda áratuginn, en í byrjun þess níunda var CCCS lögð niður í
upprunalegri mynd, sameinuð félagsfræðiskorinni og tekið var að kenna
menningarffæði á B.A.-stigi. Þá hafði Birminghamháskóli öðlast viður-
kenningu sem einskonar uppspretta menningarffæðinnar, og birst höfðu
umdeild rit sem vöktu athygli á starfseminni, til dæmis bók Dick Heb-
dige, Subculture (1979).17 Undanfarin ár hefur skorin einkum verið þekkt
17 Sjá t.d. Graeme Turner 1990. British Cnltural Studies: An Introduction. London, Un-
win Hyman, 2. kafli; Michael Green 1996. „The Centre for Contemporary Cultur-
al Studies," í John Storey, ritstj. IVhat is Cultural Studies? A Reader. London, Am-
old, bls. 49-60; Ben Agger 1992. Cultural Studiesas Critical Theory. London, Falmer
112