Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 119
KENNSLUÞJONAR OG NAMSNEYTENDUR
verið boðið upp á sérhæfingu í rannsóknum á myndmiðlum við neina
skor, en menningarfræðiskorin hefur um nokkurra ára bil verið að bæta
við námskeiðum um kvikmyndir, sjónvarp og sjónmenningu, og á síðasta
ári varð úr því ný námsbraut á B.A.-stigi sem býður upp á sérhæfingu í
kvikmyndafræði, Studies in Cinema and Media Culture. Þar með hefur
menningarfræðiskorin tryggt sér ákveðið forræði yfir kvikmyndaffæði-
kennslu við háskólann, höfðað til breiðari hóps nemenda, og bæði tryggt
fjárveitingar og aukið tekjur af skólagjöldum, auk þess sem bæst hafa við
skyld námskeið, til dæmis um sjónvarp.
Þessi sveigjanleiki er að hluta kominn til af því hvemig fjármagni er
veitt til skora við Minnesotaháskóla. Auk fastrar fjárveitingar fá þær greitt
fyrir hvern nemanda í námskeiði, þannig að sjálft kerfið hvetur skorirnar
til þess að afla sér vinsælda, bæði með framboði á námskeiðum og með því
að skilgreina „gæði“ kennslunnar að hluta til út frá kennslumati nemenda.
Þvi er ekki laust við að stundum ffeistist prófessorar til þess að tala um
„customers“ frekar en „students" - skipulagið sjálft býður því heim að
nemandinn sé skilgreindur sem „kúnni“. Þetta á alls ekki bara við um
stóra rannsóknarháskóla (,,universities“) þar sem skyldar skorir keppa um
að laða tdl sín nemendur. Fjölbreytni og víðsýni menningarffæðinnar er
hagkvæm þegar kemur að því að semja starfslýsingar, einkum við smærri
grunnnámsskóla (,,colleges“) sem taka nær eingöngu tillit til kennslu þeg-
ar ráðið er í stöður. Sú fjölhæfni sem menningarfræðingar búa að (eink-
um ef rannsóknir þeirra felast í því að tengja ólík svið, t.d. kvikmyndir,
fjölmiðla og bókmenntir) gerir lidum skorum kleift að auka úrval nám-
skeiða, án þess að fjölga kennarastöðum, og kenna þar með fjölbreyttari
námskeið án þess að auka rekstrarkostnað.25 Þessi sveigjanleiki er alls ekki
óaðlaðandi, en spyrja má samt hvort ekki sé hér verið að kaupa hann dýru
verði ef hann felur fýrst og fremst í sér að „nemandinn“ sé endurskil-
greindur sem „neytandi“ og „menntun" er þar með skilgreind sem þjón-
usta eða þjálfun sem verður að skila af sér ánægðum viðskiptavinum?
Hugvísindi, mannrækt og hæfni
Jurgen Habermas segir á einum stað að evrópsk borgarastétt hafi á 18.
og 19. öld skammast sín hálfpartinn fyrir að ganga í skóla af hagsmuna-
25 Sjá einkum Cary Nelson 1997. Manifesto of a Tennred Radical. New York, New York
University Press.