Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 124
GAUTI SIGÞORSSON
marks um góða kennslu þegar nemendur skila háu kennslumati og fá há-
ar einkunnir. Hins vegar er því haldið ffam að lægri meðaleinkunn í
námskeiði fari saman við lægra kennslumat af þ\d að nemendur þaklci
sjálfum sér háar einkunnir og velgengni en kenni leiðbeinendunum um
mistök eða lágar einkunnir. Johnson segir niðurstöður Duke-rannsókn-
arinnar sýna ffam á að síðarnefnda skýringin sé líklegri. I könnuninni
sem hann lét gera mátu nemendur þá kennara hærra sem þau bjuggust
við háum einkunnum af, en ef sú von brást féllu kennararnir í áliti sem
því nam.34
Þar að auki bendir Johnson á að einkunnamat er mismunandi efrir
greinum. Sum fög kalla einfaldlega á meiri trú á dómgreind kennarans en
önnur. I þessu sambandi segir hann Duke-rannsóknina hafa staðfest þá
almennu skoðun að námskeið í ratmvísindum og stærðffæði séu metin
strangast, en hugvísindin séu örlátust á einkunnir. Hættan er þar af leið-
andi sú að einkunnabólgan verði svo svæsin að háskólagráður í öðru en
tækni- og raungreinum missi gildi sitt: Það er erfiðara að rökstyðja ein-
kunn fýrir tíu síðna ritgerð í bókmenntum en fýrir krossapróf í efnaffæði,
en þar að auki er líka erfiðara að réttlæta lágar einkunnir ffammi fýrir
reiðum nemendum og foreldrum. Síðastnefnda atriðið er mikilvægt í
bandarísku samhengi. Nemendur greiða há skólagjöld, jafnvel við ríkis-
háskóla, og hefja háskólanám strax við 18 ára aldur. Því eru foreldrar fjár-
hagslega og tilfinningalega tengdari háskólanámi barna sinna en tíðkast
á Islandi - oft hafa foreldrarnir safnað í sérstakan sjóð ffá því barnið lá í
vöggu. Þó er munurinn kannski ekki eins mikill og hann gæti verið, ef
reiknað er með að flestir Islendingar fjárfesti í námi sínu með náms-
lánum. Einkunnir eru þar með metnar líkt og um vörur væri að ræða, og
því betri sem þær eru því betur hefur fjárfestingin skilað sér.
Andspænis þessum erfiða vanda liggur samúð mín með nemendum.
Einkunnagræðgin sem skilar mestu fýrir einstaklinginn („Eg er A-nem-
andi!“) grefur undan hagsmunum heildarinnar nreð því að lækka gildi há-
skólagráðunnar („Hvað með það? Við erunr öll A-nemendur!“), á sama
tíma og menntunar- og hæfniskröfur aukast á atvinnumarkaði. Það er
elcki um að villast þegar litið er á þróun atvinnumála í flestum ríkjurn
Evrópu og Bandaríkjanna að bókvitið verður í askana lárið. Háskólanám
er dýr fjárfesting, og í ljósi þess er það uggvænlegt ef háskólar sjá hag
34 Valen E. Johnson, „An A is an A is an A ... and that is the problem.“ The Neu’ York
Times, Education Life, 4A, 14. Apríl 2002, bls. 14.
122