Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 133
A GRÆNUM GRUNDUM LÆTUR HANN MIG HVTLAST
kvikmyndin Kolja sem áður var nefnd. Þar er að finna einhverja skemmti-
legustu notkun Sálms 23 sem ég hef rekist á til þessa. Hér leyfi ég mér
að vitna í upphafsorð Jóhönnu Þráinsdóttur í ágætri grein hennar um
þessa ffábæru tékknesku mynd í bókinni Guð á hvíta tjaldinu-. ‘I tékknesku
kvikmyndinni Kolja er 2 3. sálmur notaður til að ramma inn tvenns kon-
ar þema: Ytri og innri ánauð. Hin ytri er ánauð hemuminnar þjóðar (ex-
odus-minnið), hin innri sjálfsköpuð ánauð nútímamannsins innan hjarð-
ar þar sem hver og einn er sinn eigin hirðir og helsta hjálpræðið fólgið í
því að gera sitt besta til að firra sig óþægindum.’8 Ekki er rúm til að rekja
söguþráð þessarar athyglisverðu kvikmyndar hér en bent skal á að sellól-
eikarinn Louka, önnur aðalpersóna myndarinnar, reynist eins konar
hirðir fyrir hinn unga Kolja, annast um hann og leiðir þar sem margar
hættur leynast, t.d. í umferðinni, og skilar honum að lokum til fyrir-
heima landsins, Rússlands, heim til móður hans. Ekkert fer á milli mála
að þama er ákveðinn skyldleiki við ffásagnir 2. Mósebókar.
Annað dæmi skal og nefht til sögunnar, kvikmyndin China Cry (1990).
Hún segir sögu ungrar kínverskrar konu Sung Neng Sji og þess mótlæt-
is og þeirra þjáninga sem hún má þola af hendi hinna kommúnísku yfir-
valda í Kína. Athyglisverð er notkun Sálms 2 3 í myndinni því þar teng-
ist hann kraftaverki sem verður í Kfi söguhetjunnar en jafhffamt kemur
exodus-stefið þar við sögu.
Myndin gerist einkum á árunum upp úr seinni heimsstyrjöldinni.
Sung Neng Sji sem er af auðugum foreldmm komin, bæði greind og gáf-
uð, lendir í ónáð hjá kommúnistum. Kristið uppeldi hennar er ástæðan.
Þegar Sung Neng Sji er við yfirheyrslu neydd til að svara annaðhvort ját-
andi eða neitandi spumingunni um hvort hún sé kristin svarar hún ját-
andi. Það verður síðan til þess að hún er leidd fyrir aftökusveit. Sung
Neng Sji fer þá með hinar þekktu ljóðlínur úr Sálmi 23: „Þótt ég fari um
dauðans skugga dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér.“ Skiptir þá
engum togum að það skellur á mikið stormviðri og jafnff amt kemur eins
og elding af himni. Aftökusvæitin missir marks og Sung Neng Sji heldur
fifi. Sjálf túlkar hún atburðinn sem kraftaverk og átti frásögnin af þessu
kraftaverki efdr að lifa meðal kristinna manna í Krna. Hér er á ferðinni
mjög athyglisverður vitnisburður um þá tdltrú sem fólk bindur við Sálm
23, að sálmurinn sé jafnvel þess megnugur að koma kraftaverki til leiðar.
8 Jóhanna Þráinsdóttir 2001. „Kolja og 23. sálmur.“ Guð á hvita tjaldinu. Háskólaút-
gáfan. Reykjavík, bls. 141.