Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 134
GUNNLAUGUR A. JONSSON
Kvikmyndin Pale Rider (1985) hefur raunar að geyma skylt dæmi, eins og
vikið verður að síðar í þessari grein.
Exodusstefið er einnig til staðar í þessari mtmd. Sung Neng Sji átti sér
þann draum æðstan að komast ffá Kína, ffá þeirri kúgun og þrælkun sem
hún hafði kynnst þar. Hún fær því ffamgengt að manni hennar er veitt
leyfi til að heimsækja deyjandi föður sinn í Hong Kong og biður hún
hann að snúa ekki heim að heimsókninni lokinni. Fyrir það fær hún að
gjalda með vinnu í þrælkunarbúðum við grjótnám, sem óneitanlega skap-
ar hugrenningatengsl við ffásögn 2. Mósebókar af þrælkun Hebrea í Eg-
yptalandi. Og eins og Móse trúir Sung Neng Sji á að hún muni sleppa úr
þrælahúsinu og verður þrautseigja hennar til þess að hún kemst um síð-
ir yfir til Hong Kong þar sem fjölskyldan sameinast á nýjan leik. Hér
höfum við m.ö.o. tengsl milli Sálms 23 og exodus-minnisins í tveimur at-
hyglisverðum kvikmyndum. Þessi tengsl eru þó vissulega fyrirferðameiri
í túlkun ffæðimanna á sálminum en í notkun kvfkmyndagerðarmanna á
honum.
í hernaði
Sálmur 23 kemur mikið við sögu í stríðsmyndum og ætti það ekki að
koma á óvart. I hernaði eru menn stöðugt í návist dauðans og hin hefð-
bundna tenging sálmsins vfð dauðann býður upp á slíka tengingu. Sálm-
urinn er líka til þess fallinn að slá á óttann, óhjákvæmilegan fylgifisk
stríðsins, sbr. ‘óttast ég ekkert illt þvf að þú ert hjá mér.’ Ovfnir koma og
við sögu í Sálmi 23.
Ekki skiptir máli hvaða afstaða til stríðs kemur fram í myndunum,
hvort gengið er út frá því að stríð og trú eigi samleið, lögð áhersla á
hörmungar stríðsins eða kennt að stríð sé andstæða trúar.9 Alltaf má
vænta þess að Sálmur 23 komi við sögu. I kvikmynd ítalska leikstjórans
Mario Bava Gli invasori (1961)10 er t.d. farið með sálminn fyrir orrustu. I
myndinni Casulties ofWar (1989) sjáum vfð dæmi um tilhneiginguna til
að snúa út úr sálminum og um leið að hafna Drottni og leiðsögn hans. I
Paradise Road (1997) er mjög hefðbundin notkun. Kona í fangabúðum
9 Þetta hefur Þorkell A. Ottarsson sýnt fram á í áðurnefhdri ritsmíð sinni um Saltar-
ann, trúarstef og stríðsmyndir, 2000, bls. 76.
10 Hinar ensku útgáfur myndarinnar heita ýmist Erik tbe Conqueror eða The Viking In-
vaders.
O2