Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 136
GUNNLAUGUR A. JONSSON
skiptum, átökum og árekstrum milli
hvítra manna, blökkumanna og gyðinga.
Táningurinn Ben Kurtzman heyrir til
síðastnefnda hópnmn. Hann verður ást-
fanginn af bekkjarsystur sinni, blökku-
stúlkunni Sylviu, þegar hann sér hvað
hún fer með Sálm 2 3 af miklum innileik
í bænastund í kennslustofunni. Verður
það upphafið að tilhugalífi þeirra.
Söndœgsejigler tengist sálminum á svip-
aðan hátt en það er skemmtileg tiháljun
að sú mynd skuli hafa keppt við hina
tékknesku Kolja um Oskarsverðlaunin
fyrir bestu erlendu myndina árið 1996.
Aðalpersóna Söndagsengler er María,
prestsdóttir á táningsaldri, og á hún í miklu uppgjöri við föður sinn,
strangan prest að nafni Jóhannes. Gegn hinni ströngu lögmálstúlkun föð-
ur síns teflir hún ffam annarri guðsmynd sem hún finnur t.d. í Ljóðaljóð-
unum og Sálmi 23 og tengir við ástir og fegurð sköpunarverksins: ‘Eg á
mér stað út af fyrir mig inni í skóginum’ segir María og þann stað tengir
hún við Sálm 23. Þá spyr hún hvort Salómon konungur hafi verið guð-
leysingi þar sem hann tali í Ljóðaljóðunum um konur, kossa og vín.
Loks má hér enn á ný nefna Kolja sem hefur að geyma mjög fjölbreyti-
lega notkun á Sálmi 23. Návist dauðans er fyrirferðarmikil í myndinni
sem verður þó aldrei drungaleg. Sérstaklega eftirminnileg og skemmti-
leg er sena í byrjun mjmdarinnar þar sem sellóleikarinn Louka, sem hafði
þann starfa helst með höndum að spila við útfarir, fer á fjörurnar \ið
söngkonu þar sem hún syngur váð útför hið gullfallega lag tékkneska tón-
skáldsins Dvoraks við Sálm 2 3.
Eftir stendur þá spurningin hvort eitthvað þessu líkt megi sjá í túlkun
gamlatestamentisffæðinga á Sálmi 23 og er skemmst frá því að segja að
afskaplega lítið fer fyrir því. Þó hef ég rekist á eitt athyglisvert dæmi þar
sem enskur rabbíni að nafni Jonathan Magonet vísar í athyglisverðri bók
sinni um rabbínska sálmatúlkun12 á eldri rabbína að nafni Davnd Kimchi
sem jafhan var kallaður Radak.13 Hann tengir Sálm 23 Ljóðaljóðunum
12 J. Magonet 1994. A Rabbi Reads the Psalms. SCAl Press, London, bls. 59.
13 RaDaK er skammstöfun á Rabbi David Kimchi.
04