Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 151
Henry Giroux, David Shumway,
Paul Smith og James Soshoski
Þörfin á menningarfræði
Mðnámsmenntamenn og viðnám
á opinberum vem angi
Kannski má líta á greinina sem hér fer á eftir sem asskuverk í tvennum
skilningi. Annars vegar birtist hún árið 1985, snemma á ferli Henry Gir-
oux, og er hér að finna nokkuð góða lýsingu á helstu hugðarefnum hans
þá. Líkt og Antonio Gramsci htur hann á þjóðfélagið sem nokkurs konar
skóla, hann telur nauðsynlegt að viðurkenna og greina pófitískt inntak
hinna „mannlegu fræða“, og hann álímr það skyldu gagnrýnandans að
veita yfirvöldum virka andspymu á almannavettvangi.1 Hins vegar er þessi
ritgerð mikilvæg söguleg heimild um æsku- og mótunarár menningar-
fræðinnar vestanhafs. I Bretlandi var tekið að bera á arftökum Raymonds
W'illiams, Richards Hoggarts og E.R Thompsons,2 en í Bandaríkjunum
var menningafræði nokkuð ný bóla. Segja má að landtaka hennar þeim
megin hafs hafi ekki verið staðfest fýrr en 1991 með útgáfu stóra safnrits-
ins Cultiiral Studies: A Reader, í ritstjóm Lawrence Grossberg, Paulu
Treichler og Stanley Aronowitz. Að minnsta kosti er vafasamt að tala um
sér-bandaríska menningarfræði fýrir „sprenginguna“ sem varð í upphafi
10. áratugarins, og lýst er í inngangi Grossbergs og félaga að þ\ í riti.
L’m þessi atriði sjá grein mína í þessu hefti, bls. 101-124.
Kynslóðaskilin í breskri menningarffæði eru stundum álitin markast við útgáfu bók-
arinnar Resistance Through Rituals, ritstýrt af Stuart Hall og Tony Jefferson (Lond-
on: Hutchinson Publications, 1976). Með þessari bók koma nýjar raddir og nálgun-
arleiðir inn í umræðuna, t.d. sú etnógrafía sem Dick Hebdige gerði ffæga í
Suhculture (London: Minerva, 1978).
149