Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 154
HENRY GIROUX, DAVID SHUMWAY, PAUL S.MITH OGjAMES SOSNOSKI
grein minni hér að framan er þvi ekki að neita að Giroux hefur sett mark
sitt á bandaríska menningarfræði og margar ritgerðir hans eru nánast
skyldulesning þeim sem vilja takast á við menningarfræði síðustu tveggja
áratuga. Eins og hann bendir oft á, m.a. í greininni sem hér birtist, er hún
síður hefðbundið „fag“ en vettvangur þar sem mætast fjölbreyttar nálgan-
ir, óh'k viðfangsefni og aðferðir. Það sem skilgreinir þennan vettvang að
hans mati eru sameiginlegar spumingar um tengsl valds og þekkingar, um
tungumál og táknkerfi, samsemd og annarleika, hvernig fólk hegðar sér,
vinnur og lifir við breytilegar aðstæður. Hvemig og hvoit þessi fjölbreyti-
legi v'ettvangur er (eða gæti orðið) pólitískur, gagnrýninn og áhrifaríkur,
er ennþá brennandi spurning.
Gauti Sigþórsson
Inngangur
Sérhæfing innan háskóla Norður-Ameríku hefur skipt menningarrann-
sóknum4 niður í svo margar greinar að samræmd menningarrýni er varla
möguleg. Einangrun greina og skipting þeirra í aðskildar deildir hefur
réttlætt það hugarfar sem hindrar í raun gagnrýna hugsun. Skipting rann-
sókna niður í deildir með það fyrir augum að gæta heilinda einstakra
greina hefur valdið því að gagnrýnendur einangrast hver frá öðrum. Af-
leiðingin verður sú að ráðandi menning er aðeins endurtekin.51 nafni aka-
1997) bls. 183-233. Þegar ég segi kennslufræði hans jaðra við anarldsma á stundum
hef ég í huga greinina „Disturbing the Peace: Writing in the Cultural Studies
Classroom“ (útg. 1993), sama rit bls. 164-179.
4 Sú skdgreining menningar sem við styðjumst við er fengin úr „Neðanjarðarmenn-
ing, menning og stétt“ („Subculture, Culture and Class“) í Andspyrna með helgiat-
höfnum (Resistance Through Rituals), John Clarke, Stuart Hall, Tonyjefferson og Bri-
an Roberts, ritstýrt af Stuart Hall og Tony Jefferson (London: Hutchinson
Publications, 1976): „Þegar við tölum um menningu er átt við almennar lífsreglur
sem eru sameiginlegar innan ákveðinna stétta, hópa eða félagslegs umhverfis.
Menning verður til þegar hópar skilgreina félagslegan veruleika sinn út frá reynslu
síns daglega lífs. Menning er þess vegna mjög nátengd heimi daglegra athafna. Oft-
ast nægir hún til að lýsa hversdagslífinu. En heimur hversdagsins er í sjálfu sér ekki
einfalt fyrirbæri, og hugtakið menning tekur á sig margbrotnar og misleitar mynd-
ir sem eru engan veginn lausar við þversagnir,“ bls. 10-17.
5 Þessi athugasemd byggist á starfi nokkurra meðlima Rannsóknarhóps til stofnana-
myndunar og fagmennsku í bókmenntarannsóknum (Group for Research into the
Instdtutionalization and Professionalization of Literary Study; GRIP) sem hefur