Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 155
ÞÖRFIN Á MENNTN GARFRÆÐI
demísks frelsis sérffæðinga til að ráða sér sjálfir, hafa sérfræðingar nú fest
sig í orðræðukerfi sem takmarkar leiðir þeirra til að nálgast fyrirbærið.
Fræðimenn innan greina sem fjalla um menningarleg fyrirbæri - t.d.
mannffæði, félagsfræði, sagnffæði, bókmenntarannsókna - hafa fá tæki-
færi til að ræða sameiginleg hugðarefni. Hefðbundnar bókmenntarann-
sóknir eru til að mynda mótaðar efdr formstefnu sem gerir ráð fyrir
óbrúanlegu bili á milli þjóðfélagsrannsókna og rarmsókna á skáldskap;
eins skoða félagsffæðingar bókmenntir á allt annan hátt en hefðbundnir
bókmenntarýnar. Svo mætti lengi telja. Algengt viðhorf á meðal háskóla-
manna er að ffæðimenn annarra háskóladeilda mega rannsaka það sem
þeir kjósa, hvemig sem þeir kjósa - svo ffamarlega sem þeir sjálfir njóta
sama ffelsis. Afleiðingin verður sú, að menningarrannsóknir em brota-
kenndar. Þar sem sérfræðingar þurfa að staðsetja sig ofan við og and-
spænis almenningi sem samanstendur af leikmönnum og sérhæfingin
veldur því að menntamenn fjarlægjast annan opinberan vettvang.6
Gagnrýnin verður þar með óvirk og gangverk félagslegrar og menning-
arlegrar endurtekningar er sett af stað.
Sérffæðingar hafa ekki sama hlutverk og menntamenn. Paul Piccone
orðar það svo:
Þar sem við föllum ekki í þá gryfju að nota aðeins formlega og
tölffæðilega menntunarstaðla í skilgreiningu okkar á mennta-
manni er ljóst að nútímasamfélagið er að skapa her einangraðra
og einkavæddra sérffæðinga sem em í engum tengslum við
menninguna og búa aðeins yfir þekkingu á mjög þröngt af-
mörkuðum sviðum. Þessi menntastétt tæknimanna, sem ekki
em menntamenn í þeirri hefðbundnu merkingu að vera hugs-
uðir sem láta sig heild hlutanna varða, stækkar ört og starfar
við sífellt flóknara skrifræðis- og iðnaðarskipulag. Dómgreind
hennar er þó eingöngu vélræn og af þeim sökum er hún er að-
rartnsakað sambandið á milli sögulegrar þróunar greina og skipdngar þeirra í deild-
ir. Sjá einnig Thomas S. Popkewitz, „Félagsvísindi og félagslegar umbætur: Hinn
akademíski sérfræðingur verður til í Bandaríkjunum“, („Social Science and Social
Amelioration: The Development of the American Academic Expert,“) í Staðlar og
bugmyndafræði í memitarannsóknum (Paradigm and Ideology in Educational Research)
(Philadelphia: The Falmer Press, 1984), bls. 107-128.
6 Sjá Fagmennskumenning: Millistéttin og þróun eeðri menntunar í Bandaríkjunum (The
Culture of Professionalism: The Middle Class and the Development of Higher Education in
America) eftir Burton Bledstein (New York: Norton, 1976).
G3