Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 156
HENRY GIROUX, DAVID SHUMWAY, PAUL SMITH og JAMES SOSNOSKI
eins hæf til að fást við afmörloið verkefni fremur en að glírna
við umfangsmiklar spurningar urn þjóðfélagsskipulag og póli-
tíska stefnumótun.
Kjaminn í ritgerð okkar er sá að menningarfræði þurfi að skapa
gagnrýna umræðu um þau þjóðfélagslegu og menningarlegu iÁTÍrbæri
sem Piccone víkur að og efla skilning á hvetjandi sem og letjandi þáttum
menningarinnar. Til þess þarf að móta gagnrýni og menningarform sem
haldast í hendur við hagsmuni ffelsunar. Eitt af helstu verkefhum slíkrar
umbyltandi gagnrýni er að benda á gloppur í hugmyndafræði ráðandi
menningar. Ef ekld em til menntamenn sem geta greint þversagnir þjóð-
félagsins á gagnrýninn hátt, heldur ráðandi menning áfram að endur-
skapa sín verstu áhrif, af þeim mun meiri krafti. Og ef ekki er til vett-
vangur fyrir menningargagnrýni á viðnámsmenntamaðurinn sér enga
rödd í opinberri umræðu.
Þessi ritgerð hefst með því að sýna ffam á að skiptingin í ffæðigrein-
ar sé sögulega afstæð. Þá er því haldið fram að tilraunir til að brúa bil á
milli greina og þróa þverfaglegar greinar - bandarísk eða kanadísk
ffæði, kvennafræði, svört ffæði o.s.frv. - hafi mistekist. Því næst em rök
leidd að því að hefðbundnar húmanískar forsendur fyTÍr inenningar-
rannsóknum innan ákræðinna ffæða séu ófullnægjandi því þær geri ekki
ráð fyrir að einstaklingarnir sem menningin er samsett úr geti tekið þátt
í að móta hana. Þetta sýnir að váð þurfum nálgunarleið sem gengur
þvert á hefðbundna hugsun um skiptingu í ffæðigreinar. Þá er tímabært
að kynna hugmyndina um vdðnámsmenntamanninn en sem kennslu-
fræðilegt tæki gerir hann háskólamönnum kleift að endurheimta hlut-
verk sitt sem menntamenn. Næsti kafli fjallar um afleiðingar þeirrar
þróunar: Endurkomu menntamanna úr fílabeinsturnum háskóladeilda á
hinn opinbera vettvang; hrevfingu frá illskiljanlegum rannsóknunt ein-
staklingshyggjunnar og áherslu á samstarfsrannsóknir á þjóðfélagsleg-
um meinum. I lok ritgerðarinnar eru raktar forsendur þess að menning-
arffæði geti þróast ffekar.
Paul Piccone, „Samdrykkja: Menntamenn á níunda áratugnum“ („Symposium: Int-
ellectuals in the 1980’s,“) Telos 50 (Vetur 1981-82), bls. 116.
r54