Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 157
ÞÖRFIN Á MENNINGARFRÆÐI
I. Hin tilviljanakennda skipting í fræðigreinar og ?nisheppnaðar
tilraunir til þve?fagleika
Flest okkar líta svo á að hin ólíku fræðasvið endurspegli að meira eða
minna leyti „náttúrulega“ flokka fyrirbæra sem við köllum greinar. Enska
er öðruvísi en sagnfræði vegna þess að bókmenntir og saga eru tveir ólík-
ir hlutir. En ef við hugsum málið aðeins betur, sjáum við fljótlega að það
er ekki sérlega upplýsandi að líta á ffæðasviðin sem hver önnur náttúru-
leg fyrirbæri. I fyrsta lagi getur ákveðinn flokkur fyrirbæra verið við-
fangsefni fleiri en eins fræðasviðs. Sami texti, Kofi Tómasar fi'ænda, svo
dæmi sé tekið, er rannsakaður bæði af bókmenntafræðingum og sagn-
ffæðingum. I öðru lagi eru viðfangsefni fræðasviða breytileg. „Bók-
menntir" hefur aðeins þýtt það sem það þýðir í dag - skáldskapur, ljóð-
list og leiklist - síðan snemma á 19. öld. Þar að auki eru skilgreiningar á
flokkum alltaf að breytast. Enska hefur aðeins verið viðurkennt svið
rannsókna síðan seint á nítjándu öld og í eðlis- og efnaffæði eru alltaf að
myndast nýjar undirgreinar.
Það sem rannsakað er undir verndarvæng ákveðins ffæðasviðs á hverj-
um tíma er ekkert náttúrulögmál, heldur svið sem ffæðigreinin sjálf hef-
ur skapað. Fræðasvið er ekki tilviljanakennt í þeim skilningi að það hafi
orðið til fyrir hendingu eða vegna duttlunga; það er tilviljanakennt vegna
þess að það er háð sögulegum aðstæðum. Það endurspeglar því menn-
ingarlegar, þjóðfélagslegar og stofnanalegar kröfur. Þetta á við um öll
fræðasvið en sérstaklega þau sem liggja utan við raunvísindin. Til að
skilja hvers vegna sú er raunin þarf að skoða nánar hvernig háskólagrein-
ar verða til.
Michel Foucault hefur sýnt fram á að sem ákveðin aðferðafræði félags-
legrar stjórnunar og skipulags hafi ffæðigreinin8 myndast undir lok klass-
íska skeiðsins og orðið ráðandi á nýöld. Þó að Foucault sé ekki beinlínis
að fjalla um viðfangsefni háskólagreina, getur stór hluti greiningar hans
átt við um þau. Einkenni faglegrar tækni er að hún getur í senn búið til
jafnvægi og stigskiptingu, einsleimi og aðgreiningu. Skýra má þessa
þversögn með valdinu sem fræðigrein beitir á mismun. Vegna þess að
staðlar eru vandlega ákvarðaðir og þeim haldið við, er hægt að mæla frá-
vikin út ffá ákveðnum mælikvarða. Markmið sérffæðingsins innan ffæði-
8 Atichel Foucault, F(ögun) og refsing (Discipline and Punish) (New York: Pantheon),
þriðji hluti, bls. 135 o.áfr.
:55