Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 158
HENRY GIROUX, DAVTD SHUMWAY, PAUL SMITH OG JAMES SOSNOSKI
greinar er að flytja mælikvarðann ofar með því að víkja aðeins ffá stöðl-
unum í réttum atriðum.
Ekki þarf greiningu í anda Foucault til að átta sig á því að skiptingin í
fræðigreinar takmarkar orðræðuna. Fræðimenn í hverri grein spyrja
vissra spurninga, nota ákveðin hugtök og rannsaka tiltölulega þröngan
hóp fyrirbæra. Verk Foucaults hjálpa okkur þó til að sjá hvernig þessum
takmörkunum og þessari f(ögun)er neytt upp á okkur af stofnunum með
umbun og refsingu sem tekur mið af stöðu okkar í stigveldinu. Versta
mögulega refsing felst í því að vera úthýst. Sá sem hættir að nota orð-
ræðu fagsins, er ekki lengur talinn tilheyra því. Það þýðir ekki endilega
að trúvillingum sé úthýst frá kennslu og útgáfu; heldur eru þeir einfald-
lega sniðgengnir. Nýjum doktorsnema eru jafnframt ekki margar leiðir
færar því gjald hans fyrir inngönguna í háskólann er að þurfa að líkja eft-
ir ráðandi orðræðu akademíunnar.
Jafnvel þó að náttúruvísindi hafi sérstöðu í þróun almennra vísinda eins
og þau eru skilgreind af Kuhn, „reyna mannvísindin stöðugt að líkja eftir
afneitun náttúruvísinda á [félagslegum eða sögulegum] bakgrunni í kenn-
ingum sínum“.9 Aukin fagmennska í félagsvísindum og húmanískum
fræðum hefur fest aðferðaffæði þeirra í sessi en ljóst er að engri grein hef-
ur enn tekist að útiloka „bakgrunninn“ úr kenningum sínum. Innleiðsla
formlegra aðferða gerir vísindalega aðferð mögulega í húmamskum fræð-
um og félagsvísindum en þá er jafnframt horft ffamhjá þeirri félagslegu
hæfni, stofnunum og valdaskipulagi sem gerir einangrun þátta mögulega.
Um leið er litið fram hjá þjóðfélagslegu hlutverki og menningarlegu sam-
neyti félagsvísindamanna og ffæðimanna í húmanískum fræðum.
Þar sem félagsleg hegðun telst ekki vera viðfangsefni náttúruvísinda, „er
alltaf hugsanlegt og að mörgu leyti efrirsóknarvert að ffam komi óhrekjan-
leg almenn vísindi sem útskýri og svari spurningum tun uppbyggingu hins
efnislega heims, [en] í félagsvísindum myndu slík óhrekjanleg almenn vís-
indi aðeins vera sönnun þess að rétttrúnaður hefði náð yfirhöndinni, ekki
fyrir vísindalegar framfarir heldur við það að afneita bakgrunni og eyða
allri samkeppni“.10 Þrátt fyrir að húmanískar greinar leyfi fjölbreytilegri
nálgun en náttúruvísindafögin, þykja viðfangsefhin mis þýðingarmildl. Til
9 Hubert L. Dreyfus og Paul Rabinov, Michel Foucault: Handan strúktúralisma og texta-
túlkunar (Michel Foucault: Beyond Structuralism and Henneneutics) (Chicago: Univer-
sity of Chicago Press, 1982), bls. 163.
10 Dreyfus og Rabinow, bls. 163-4.
í56