Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 167
ÞÖRFIN Á MENNINGARFRÆÐI
\'inna,“ („Colonized Leisure, Trmalized Work“) „Okkar starf er að rann-
saka mótun félagslegs veruleika úr í)öldamenningu“.21 Þjálfun í faglegum
starfsaðferðum flytur okkur lengra ffá rannsóknum á sambandi menn-
ingar og þjóðfélags og nær söfnun lýsinga á menningarlegu efni, slimu
úr tengslum við daglegt líf. Eins og Aronowitz bendir á:
Til þess að átta sig fýllilega á hugmyndafræðilegum áhrifum og
stjómun nútímafjölmiðla er nauðsynlegt að skilja hversu marg-
laga fjöldamenning samtímans er. Fyrir utan hina sjáanlegu
hugmyndaffæði sem birtist í kvikmyndum og sjónvarpi - þar
sem miðlað er nýjum fýrirmyndum, gildi og lífsstíl sem stór
áhorfendahópur getur líkt efdr á meðvitaðan hátt - er einnig
að finna þölmörg falin skilaboð sem ná til áhorfenda án þess
að þeir séu meðvitaðir um það ... Venjulega skilja [þauj reynslu
áhorfandans sem ... uppfýllingu ómeðvitaðra langana hans eða
hennar ... Með því að koma á kerfi gerviuppfýllingar, gegnir
fjöldamenning hlutverki eins konar félagslegs stdllikerfis sem á
að tappa af spennu daglegs lífs og beina gremju, sem annars
gæti brotist út í andspymu gegn kerfinu, inn á brautir sem
koma kerfinu til góða.22
\lð drekkum oft ómeðvitað í okkur áhrif menningarinnar, og það skap-
ar þörfina á menningarffæði sem er fýrst og ffemst gagnrýnin. Eins og
áður hefur verið bent á í þessari ritgerð, takmarka fög, sem aðeins fjalla
um afmarkaðan hluta menningarinnar, viðfangsefni sitt á tiháljana-
kenndan hátt - til dæmis þegar bókmenntaffæði fjallar aðeins um rit sem
eru hluti af bókmenntahefð. Við það er verið að reka flein á milli fagfólks
og almennings og þjóna hagsmunum hinna ráðandi stétta eins og gerist
þegar bókmenntafræði úthýsir svonefndri „lág“menningu af sviði bók-
menntarannsókna. Við ættum heldur ekki að láta blekkjast af því að nú
hafa kvikmyndir, vánsælar bókmenntir, sápuóperur og þess háttar efni
fengið að fljóta með á leslistum bókmenntadeilda. Svo lengi sem slík
menningarleg fýrirbæri eru aðeins séð sem hluti fullmótaðrar menning-
ar, mun fagleg lýsing á þeim aðeins skapa hafsjó þekkingar sem kemur
hinni lifuðu menningu ekkert við og menningarlegum breytingum enn
21 Fölsk loforð (False Promises) eftir Stanley Aronowitz (New York: McGraw-Hill,
1973), bls. 97.
22 Aronowitz, bls. 111.
i65