Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 168
HENRY GIROUX, DAVID SHUMWAY, PAUL S.MITH ogJAMES SOSNOSKI
síður. And-fagleg framkvæmd, þróuð af menntamönnum sem beita sér
gegn (f)ögun er eina leiðin til þjóðfélagslegs frelsis.
Yandinn við að \dlja gera menningarfræði and-faglega er að þá getur
hún ekki eignast samastað innan háskólanna eins og skipulag þeirra er í
dag. Þess vegna þurfum við and-stofnanir. Þær gætu verið ýmiss konar
samstarfshópar, myndaðir af ólíkum einstaklingum - leshópar, and-fag-
legir rannsóknahópar, jafnvel samtök og stofnanir.
Olíklegt er að fagleg uppbygging og kerfi háskólanna muni hverfa í
náinni ffamtíð. Samt sem áður væru það mistök að staðsetja menningar-
fræði innan þeirra. Nær væri að líta á hefðbundnar greinar sem ónauð-
synlegar fjTÍr okkar starf en nýta okkur samt þær tilslakanir sem stjórn-
endur þeirra veita okkur. Þetta er spurning um nálgun sem þarf að ræða
í hverju tilfelli fýrir sig. Við gætum þó gengið enn lengra og skipulagt
samvinnurannsóknir sem næðu út fyrir háskólana og beindust að því að
vinna bug á forræði á almannavettvangi, og mynda bandalög með annarri
opinberri andspyrnu. Innan menningarffæði nægir ekki einfaldlega að
setja fram sérviskulegar túlkanir á menningarfyrirbærum. Alikilvægustu
markmið and-faglegrar framkvæmdar eru róttækar þjóðfélagsbreytingar.
Yið ættum ekki að sætta okkur við það hlutværk sem háskólar láta okk-
ur í té. Viðnámsmenntamaður getur komið á samstarfi um and-faglega
starfsemi innan háskólans sem hefur pólítisk áhrif utan hans. A þessum
tímapunkti í sögu norður-amerískra háskóla er mikilvægt að spvrja
hvernig megi festa menningarfræði í sessi sem menningarlega gagnrýni.
Sú leið sem við leggjum til, er að skapa stofnanir fyrir menningarfræði
sem geta sameinast um opinbera andspyrnu.
Niðurlag
Ef menningarfræði á að geta þjónað pólitískum sjónarmiðum sem leggja
áherslu á gagnrýni og þjóðfélagslegar breytingar, þarf að gera grein ffvir
tvennu. I fyrsta lagi er algjört grundvallaratriði að gera sér grein fyrir
tengslum háskólans við ráðandi þjóðfélag. Þau gera það að verkum að
hvorki er hægt að skilgreina háskólann sem stað yfirráða né ffelsis. Há-
skólinn nýtur þess í stað töluverðs sjálfræðis við að skapa og löggilda þá
þekkingu, kunnáttu og félagstengsl sem mynda ráðandi valdatengsl í
þjóðfélaginu. Innan háskólanna, líkt og í öðrum opinberum stofnunum,
má finna andspyrnu og ósamkomulag en einmitt þar eru réttar hug-