Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 180
STUART HALL
í starfi Stofnunar um samtímamenningarfræði urðu að minnsta kosti
tvær truflanir: Sú fÁTSta varð fyrir áhrif femínismans, hin vegna spurn-
inga um kynþætti. Þetta er ekki tilraun til að taka saman yfirlit um ffæði-
lega og pólitíska kosti og afleiðingar hinnar femímsku íhlutunar í breska
menningarfræði: Það bíður annars tíma og annars staðar. En ég vil held-
ur ekki nefna það atvik á óræðan og tilviljunarkenndan hátt. Ihlutun fem-
ínismans í menningarffæði (til viðbótar við margvísleg önnur ffæðileg
verkefni) beindist að alveg ákveðnum þáttum og var afgerandi. Hún olli
rofum. Hún leiddi af sér áþreifanlega endurskipulagningu þessa sviðs.
Fyrst með því að gera spurningar um hið persónulega að pólitískum
spurningum, en afleiðingar þess að það breytti viðfangi menningarffæð-
innar voru byltingarkenndar ffá bæði fræðilegu og hversdagslegu sjónar-
miði. I öðru lagi leiddi hún af sér róttæka útþenslu hugtaksins vald, sem
fram að þessu hafði verið þróað að mestu innan ramma hugtaks hins al-
menna og hins almenna vettvangs, en þetta hafði í för með sér að við gát-
um ekki haldið áfram að nota hugtakið vald eins og við höfðum gert -
sem lykilinn að forræðisvandanum. I þriðja lagi gerði hún spurningar um
kyn og kynferði að aðalatriði fyrir skilning á valdinu sjálfu. I fjórða lagi
tók hún upp á nýjan leik ýmsar spurningar sem við héldum að við hefð-
um fellt úr gildi og varða hugveruna og hið huglæga og setti þær í for-
grunn menningarffæði sem fræðilegrar iðju. I fimmta lagi opnaði hún
aftur landamæri félagslegra kenninga og kenninga um duhátundina - sál-
greiningarinnar. Það er erfitt að gera grein fyrir vægi þess að í menning-
arffæði opnaðist nýtt meginland sem einkenndist af sambandinu - eða
öllu heldur af því sem Jacqueline Rose hefur kallað hið enn „óuppgerða
samband“ - á milli femínisma, sálgreiningar og menningarffæði og ekki
síður erfitt að lýsa því hvernig þetta gerðist.
Við vitum að það gerðist, en það er ekki á almannavitorði hvernig og
hvar femínismi braust inn. Eg nota þessa myndhverfingu viljandi: Eins
og þjófur á nóttu braust hann inn; truflaði með ósæmilegum hávaða, not-
aði tímann, dreit á borð menningarffæðinnar. Titill heftisins þar sem
þessi dagrenningarárás var fyrst gerð - Konur taka afstöðu - segir sína
sögu: Þær tóku afstöðu í tvennum skilningi. Bæði yfirtóku þær útgáfu
þess árs og komu af stað riffildi. En mig langar að segja ykkur ffá öðru
sem þessu tengist. Vegna þess að mikilvægi femínisma fór vaxandi í ffæð-
unum og femínistahreyfingin var að stíga sín fyrstu skref fyrir utan í upp-
hafi áttunda áratugarins, fannst mörgum okkar í Stofnuninni - auðvitað
178