Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 181
MENNINGARFRÆÐI OG KENNINGAARFUR HENNAR
mest karlmenn - að tími væri kominn f\TÍr alvarlegar femínískar rann-
sóknir í menningarfræði. Og við reyndum í raun og veru að kaupa þær,
flytja þær inn, að laða til okkar góða ffæðimenn á sviði femínisma. Eins
og þið getið ímymdað ykkur voru ekki allar konur innan menningarfræð-
innar ginnkeyptar fyrir þessari velmeintu áætlun. Við vorum að opna fyr-
ir femínískar rannsóknir af því að við vorum góðir og breymdr menn. En
engu að síður, þegar femínisminn braust inn um gluggann, þá reis öll sú
andstaða sem ekki var vænst og kom upp á yfirborðið - feðraveldi eins og
það verður sterkast og sem taldi sig hafa afneitað sjálfu sér. Hér eru eng-
ir leiðtogar, vorum við vön að segja; öll erum við ffamhaldsnemar og
kennarar saman að læra hvernig eigi að stunda menningarfræði. Þið get-
ið ákveðið hvaðeina sem þið viljið ákveða, og svo framvegis. En samt
þegar kom að því að setja saman leslista ... áttaði ég mig loksins á kynj-
uðu eðli valdsins. Löngu, löngu eftir að ég varð fær um að bera ffam orð-
in, mætti ég í reynd hinu djúpa innsæi Foucaults í einstaklingsbundna
gagnkvæmni þekkingar og valds. Að tala um að afsala sér valdi er allt
önnur reynsla en þöggun. Það er önnur leið að hugsa það og önnur
myndhverfing kenningarinnar: Hvernig femínismi braut og braust inn í
menningarff æði.
Þá er það spurningin um kynþætti í menningarfræði. Eg hef fjallað um
hinar mikilvægu ytri uppsprettulindir menningarfræðinnar - til dæmis í
því sem ég kallaði tímabil Nýju vinstrihreyfingarinnar og upphaflegs
andófs hennar gegn marxismanum - sem menningarfræðin óx útúr. Og
þó var þetta nmabil auðvitað í djúpum skilningi enskt eða breskt. Auð-
vitað var sú barátta að fá menningarfræðina til að taka á dagskrá
gagmýnar spurningar sem vörðuðu kynþætti, kynþáttapólidk andstöðu
gegn kynþáttahatri og gagnrýnar spurningar um menningarpólidk var í
sjálfu sér djúp fræðileg barátta. Af einhverjum ástæðum var fyrsta og
mjög síðbúið dæmi um þessa baráttu Kreppan í gæslu (Policing the Crisis).
Sú bók olli afgerandi breytingu í ffæðilegri og vitsmunalegri vinnu minni
og sömuleiðis í \dnnu stofnunarinnar. Það er rétt að ítreka að þessum ár-
angri var náð á löngum dma og með langvinnri og stundum biturri — og
vissulega biturlega háðri - innri baráttu gegn yfirþyrmandi en ómeðvit-
aðri þögn. Sú barátta hefur síðan orðið vel þekkt, raunar aðeins í endur-
skrifaðri gerð sinni, sem eitt af dmamótaverkum Stofnimar um samtífna-
menningarfræði, Heimsveldið slær til baka (The Empire strikes back). I raun
og veru fannst Paul Gilroy og hópnum, sem kom að gerð bókarinnar,
179