Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 185
MENNINGARFRÆÐI OG KENNINGAARFUR HENNAR
sérstaklega mikilvægt svið baráttu og metings. Til viðbótar við það fólk
sem við vitum að er deyjandi nú, er dáið nú þegar eða mun deyja í ffarn-
tíðinni deyr fjöldi fólks sem aldrei er minnst á. Hvernig getum við hald-
ið því ffam að alnæmi sé ekki líka spurning um hver telst með og hver
ekki? Alnæmi er það svið þar sem ffamförum kynjapólitíknr er snúið við.
Það er dauðastaður, ekki aðeins fólks heldur einnig gimdar og ánægju,
lifi vissar myndhverfingar ekki af, eða ef þær lifa af á rangan hátt. Ef við
störfum ekki innan þessarar togstreitu, þá vitum við ekki hvað menning-
arffæði getur gert, getur ekki gert og getur aldrei gert og tnn leið vimm
við ekki hvað hún verður að gera og hvað það er sem aðeins hún hefur
getu umfram aðra til að gera. Hún verður að greina ákveðna hluti um
pólitískt eðh og grundvallareðli birtingarinnar um margbreytni hennar,
um áhrif tungumálsins, um texta sem vettvang lífs og dauða. Það eru slík-
ir hlutir sem menningarffæði getur tekið á.
Eg nota þetta dæmi ekki vegna þess að það sé fullkomið dæmi um
þetta heldur vegna þess að hér höfum við skýrt og tiltekið dæmi sem hef-
ur ákveðna merkingu og ögrar okkur vegna þess að það er margbrotið og
segir okkur þar með eitthvað um framtíð alvarlegrar ffæðilegrar vinnu.
Það varðveitir grundvallareðli ffæðilegrar vinnu og gagnrýninnar yfir-
vegunar og heldur ósmættanleika þeirrar innsýnar sem ffæðikenning
getur fært stjómmálaiðju, innsýnar sem ekki er hægt að fá með neinum
öðrum hætti. Og á sama tíma knýr það okkur til að virða nauðsynlega
hógværð fræðikenningarinnar, nauðsynlega hógværð menningarfræði
sem vitsmunalegs verkefiús.
Mig langar til að enda þetta á tvo vegu. I fýrsta lagi vil ég þalla um
vandamálið sem fylgir stofnanavæðingu þessara tveggja hugsmíða:
Breskrar menningarffæði og bandarískrar menningarfræði. Og svo vil ég
nýta myndhverfingar fræðilegrar vinnu sem ég reynt að setja fram hér
(og ég vona að ég hafi ekki gert það með því að taka mér yfirvald eða lýsa
yfir því að hér sé hið sanna sjónarmið á ferðinni, heldur með því að setja
ffam afstöðu til umræðu og pólitískrar umhugsunar) til að segja eitthvað
um það hvemig s\ið menningarfræðinnar hlýtur að verða skilgreint.
Eg veit ekki hvað ég á að segja um bandaríska menningarfræði. Mig
setur algjörlega hljóðan frammi fyrir henni. Mér verður hugsað til bar-
áttunnar við að koma menningarfræði inn í stoftiun í bresku samhengi,
að kreista út þrjú eða fjögur stöðugildi, vandlega dulbúin, samanborið
við hina hröðu stofnanavæðingu í Bandaríkjunum. Þessi samanburður á
183