Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 13
INNLENT Lögreglustjóri: Eg lét fylgjast með Magnúsi Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík. Vil ekki svara því hvort fylgst var með fleirum. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykja- vík, hefur játað því í viðtölum við Þjóðlíf og fleiri fjölmiðla að fylgst hafi verið með Magn- úsi Skarphéðinssyni vegna ráðstefnu sjávar- útvegsráðuneytisins um hvalveiðar í janúar s.l. Hann hefur jafnframt sagt að það hafi verið samkvæmt fvrirmælum hans sjálfs. I síðasta tölublaði Þjóðlífs sagði Böðvar: „Mér er ekki kunnugt um að þessi einstaklingur sem þú nefnir hafi orðið fyrir óþægindum — a.m.k. hef ég ekki af því heyrt.“ — Þú hefur í fjölmiðlum upp á síðkastið staðfest að lögreglan hafi fylgst með Magnúsi Skarphéðinssyni. Já, ég hef staðfest að lögreglan gaf honum auga. — Var þér þá ókunnugt um það þegar Þjóðlíf spurði þig fyrst um það? Nei, ekki get ég sagt það, ég sagði í því viðtali að ég vildi hvorki játa því né neita. — Þú sagðir orðrétt að þér væri ekki kunnugt um að þessi tiltekni einstaklingur „hafi orðið fyrir óþægindum“. Mín hugsun var sú að á þessu stigi vildi ég hvorki játa þessu né neita. — Hver er það sem tekur ákvörðun um að fylgjast meö fólki? Ég vil einungis ræða þetta einstaka mál, en það má ekki gera að því skóna að það sé alvanalegt að lögreglan fylgist með fólki. En þetta mál tengist ráðstefnunni sem hér var haldin um hvalina, og okkur var falið að gæta öryggis ráðstefnunnar. — Var það þá þín ákvörðun að það var fylgst með Magnúsi? Já, það var mín ákvörðun. — Hversu lengi fylgdist lögreglan með honum? Það var í nokkra daga. — Þannig að lögreglubílarnir sem voru fyrir utan heimili hans voru ekkert á þjófa- vakt eins og Bjarki Elíasson hélt fram? Jú, það geta þeir hafa verið. Eins og ég hef sagt þá er lögreglan víða á ferðinni í ómerkt- um bflum, bæði í þessu hverfi og annarsstað- ar. Það kann að vera að einhverjir sem Magnús telur sig hafa orðið var við, hafi verið í öðrum erindum en að fylgjast með honum. Hafðir þú einhverja ástæðu til að ætla að Magnús hefði gerst eða myndi gerast brotleg- ur? — Þaðernúsvoaðþegarveriðeraðgæta öryggis ráðstefnu eins og hér um ræðir er litið yfir víðara svið en bara til þeirra sem hafa gerst brotlegir eða til þeirra sem menn telja að hafi einhver slík áform í huga. Það að gæta öryggis er nokkuð víðtækt og í því felst ævinlega nokkurt mat. Þannig að við getum frekar sagt að það hafi verið fylgst með mannaferðunt í kringum Magnús í örfáa daga. — Lögreglumennirnir hafa þá gefið skýrslur uni þær mannaferðir? Já. — Hvað er gert við þessar skýrslur? Þær eru eins og aðrar skýrslur í skjalasafni lögreglunnar. — Er hægt að gera ráð fyrir að lögreglan hafi áhuga á að fylgjast með fólki eingöngu vegna skoðana þess? Nei, það er alveg af og frá að slíkt sé stundað. — En í þessu tilviki hlýtur það nú að vera raunin. Ég held að ég verði að vísa til þess sem ég hef sagt um það, hvers það krefst, að gæta öryggis varðandi ráðstefnur af þessu tagi. Það að ég skyldi staðfesta í samtölum við fjölmiðla að fylgst var með ferðum Magnús- ar var til þess að undirstrika það, að fullyrð- ingar um að lögreglan hleraði síma Magnús- (Mynd Björn) ar eða opnaði póst hans, væru algerlega úr lausu lofti gripnar. — Eru þess þá engin dæmi að lögreglan grípi til þess ráðs' að hlera síma? Lögreglan hefur ýmis úrræði, m.a. að æskja þess við dómstóla að símar séu hlerað- ir. Ég vil ekki á þessu stigi ræða þau mál almennt. — En hversu oft hafið þið beðið dómstóla um heimildir til að hlera síma? Það er ég ekki reiðubúinn að ræða. Ég er reiðubúinn að ræða við þig um Magnús Skarphéðinsson, en ekki um annað. — Það var sem sagt ekki beðið um dóms- úrskurð til þess að hlera hans síma? Nei. — En var fylgst með fleirum vegna ráð- stefnunnar? Því vil ég ekki svara. En ég vísa til inntaks þess hlutverks að gæta erlendra gesta. Það er ákaflega fjölbreytt verkefni og mismunandi eftir því hverjir eiga í hlut. — En ber lögreglunni ekki að virða per- sónuhelgi íslenskra borgara, þó hún þurfi að gæta öryggis útlendinga? Jú, mikil ósköp. Ég mun aldrei gerast tals- maður þess að lögreglan brjóti lög á borgur- unum í þessu efni. Ég tel ekki að það hafi verið gert í þessu tilfelli. Hrafn Jökulsson. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.