Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 36
VIÐSKIPTI
Þjóðsagan um íslenska útflutningsiðnaðinn...
Upp úr 1960 fór verulega aö bera á um-
ræðu um að breiða þyrfti úr efnahagslífi
þjóðarinnar, gera það fjölbreyttara og róa
þannig á fleiri mið en bara fiskimiðin.
„Auka verður fjölbreytnina í útflutnings-
atvinnuvegum íslensku þjóðarinnar". Þessi
setning, eða önnur sem inniheldur sömu
hugsun, hefur verið fastur liður í flestum
ábúðarmeiri tækifærisræðum íslenskra
stjórnmálamanna sfðustu tvo til þrjá áratugi.
Þessi setning gerir grein fyrir ákveðnu tak-
marki sem ráðamenn þjóðarinnar hafa haft
fyrir íslands hönd allt frá stofnun lýðveldis-
ins. Það er að segja takmarkinu að gera ís-
land óháð duttlungum fiskmarkaðanna og
gera það að landi sem geti stært sig af ein-
hverju öðru en að geta veitt heimsins besta
fisk og verkað hann í heimsins bestu „fimm
libbsa pakkningar".
Ekki þar með sagt að maður þurfi að
skammast sín fyrir að kunna að veiða fisk.
Síður en svo. En það hefur aldrei þótt sér-
staklega hollt fyrir neitt efnahagskerfi að
vera jafn stórlega háð einum markaði og ís-
land hefur verið háð hráefnismarkaðnum
fyrir fisk.
Fullyrðingar á borð við þá að iðnaðurinn
standi fyrir 20 % af útflutningsverðmæti ís-
lenskrar framleiðslu gera það að verkum að
maður fer ósjálfrátt að velta því fyrir sér,
hvort draumurinn um Island sem iðnríki sé
að rætast.
Opinberar skýrslur ýta undir þessa trú,
samanber töflu 1 hér að neðan, sem unnin er
upp úr Hagtíðindum frá nóvember 1987.
Tafla 1. Útfluttar vörur janúar-október 1987.
millj.kr. %
Sjávarafurðir 33.962.4 77.18
Landbúnaðarafurðir 453.3 1.03
Hlunnindi 234.6 0.53
Iðnaðarvörur ót.a. 8.612.5 19.57
Aðrar vörur 740.0 1.68
Samtals 44.002.8 100.00
(Heimild: Hagtíðindi nóvember 1987 s.338-
339)
Jafnvel þó miðað sé við þessa skiptingu,
þá kemur í Ijós að komið hefur bakslag í
iðnaðarútflutninginn, því á árunum 1984 og
1985 nam hann tæpum 30% af heildarút-
flutningsverðmæti okkar.
Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það
er einungis spurning um skilgreiningu á hug-
takinu iðnaðarvörur hversu nærri við erum
þessum draumi um íslenskt iðnríki.
Skilgreining hinnar opinberu tölfræði á
hugtakinu iðnaðarvörur virðist vera: „Allt
sem ekki eru sjávarafurðir, landbúnaðaraf-
urðir, hlunnindi og aðrar vörur". Hér eru
sem sagt á ferðinni hvorttveggja fullunnar
iðnaðarvörur, sem eru tilbúnar til markað-
ssetningar á neytendamörkuðum, og hálf-
unnar iðnaðarvörur sem þarfnast frekari
meðhöndlunar áður en til markaðssetningar
kemur. Það er aðal hvers iðnríkis að hafa
þetta hlutfall sem mest þeim fyrrnefndu í vil,
þrátt fyrir að vissar vörur fyrir framleiðsluið-
nað geti skilað jafn mikilli framlegð og neyt-
endavörur.
Við skulum nú voga okkur út þá hálu
braut að athuga hvernig þetta hlutfall er í
útflutningi okkar. Það kemur hvergi beint
fram í opinberum skýrslum, en það getur
gefið okkur nokkuð skýra vísbendingu um
hversu langt við erum komin á þróunar-
brautinni í áttina að iðnríki.
Tafla 2. Útfluttar iðnaðarvörur eftir
vörutegundum janúar-október 1987.
Vöruflokkur Millj.kr f % af í % af
heildar- iðnaöar-
útflutn. útflutn.
Lagmeti 788,9 1,79 9,16
Vörur úr loöskinnum
Loðsútuö skinn og
húðir, ullar- og
prjónavörur 1.321,7 3,00 15,35
Kísiljárn 1.170,2 2,66 13,59
Kísilgúr 244,2 0,55 2,84
Ál og álmelmi 4.282,3 9,73 49,72
Aörar iönaöarvó'rur’ 805,1 1,83 9,35
Samtals 8.612,4 19,57 100,00
’ Þessi flokkur telur einnig vöruflokkinn ..ytri fatnaö nema leöur- og
prjónafatnað".
(Heimild: ibid)
Lagmetið flokkast hér undir iðnaðarvöru. í
vissum skilningi væri það rétt að telja lagmet-
ið til úflutnings sjávarafurða, þar sem þarna
er ekki á ferðinni annað en fiskur í dós.
Iðnaðarútflutningurinn minnkar þannig um
rúm 9 %, sem samsvarar tæpum 2 % af heild-
arútflutningi.
Kísilgúr, kísiljárn og ál er eins og allir vita
hreinræktaður hráefnisútflutningur. Út-
flutningur þessara afurða stóriðjunnar telur í
allt um 66 % af iðnaðarútflutningi okkar,
eða um tæpum 13 % af heildarútflutningi.
Skinna- og ullarvöruútflutningurinn er að
stórum hluta útflutningur á hálfunninni
vöru. Þannig telja sauðfjárgærur, loðdýra-
skinn, hrosshúðir, ullargarn og vaðmál um
40% af útflutningsverðmæti þessa vöru-
flokks. Þau 60% sem eftir standa eru full-
unnin iðnaðarvara, en samsvarar þó ekki
nema tæpum 2% af heildarútflutningi.
Þegar þetta er komið á hreint getum við
einfaldað töflu 2 og sett hana upp fyrir út-
flutning fullunninar iðnaðarvöru.
Tafla 3. Útflutningur fullunninar iðnaðar-
vöru janúar-október 1987.
Vöruflokkur f % af
heildar-
Millj. kr. útflutningi
Skinna- og ullarvörur’ 793,0 1,80
Aörar iðnaðarvörur 805,1 1,83
Samtals 1.598,1 3,63
Þegar greinin er skrifuö eru þær tölur sem hér um ræðir
ekki fyrirliggjandi fyrir áriö 1987. Áriö 1986 er því notað til
viömiðunar, þegar áætlað er aö hálfunnar vörur séu um
40% af útflutningi í þessum vöruflokki.
Það kemur með öðrum orðum í Ijós að
útflutningur fullunninar iðnaðarvöru, er
ekki nema 3,6 % af heildarútflutningi okkar,
og þar af eru afurðir ullariðnaðarins helm-
ingur. Við erurn því farin að tala um frekar
lág hlutföll og upphæðir þegar miðað er við
nágrannalöndin.
I vöruflokknum aðrar iðnaðarvörur eru
um 75 % vörur sem tengjast fiskiðnaðinum
beint, og seljast meðal annars vegna þess
orðs sem af okkur fer og þeirrar reynslu sem
við búum yfir sem fiskveiðiþjóð. Þannig eru
vélar og tæki til fiskiðnaðar, tölvustýrðar
vogir og handfærarúllur, fiskinet allskonar
ásamt plastkössum og körum til fiskiðnaðar-
ins stærstu vöruflokkarnir í þessum útflutn-
ingi.
Þau 25% sem eftir standa eru að verðmæti
rúmlega 200 milljóna króna, eða ekki nema
um 0,5 % af heildarútflutningi okkar. Þetta
eru vörur sem gætu verið frá hvaða Vestur-
Evrópulandi sem væri. Þær eru framleiddar í
þeim hluta íslensks iðnaðar sem ekki styður
sig við sjávarútveginn á neinn hátt. Þessi út-
flutningur skiptir miklu máli fyrir þau fyrir-
tæki sem að honum standa, en hann hefur
lítil áhrif á heildina. í fæstum tilfellum er um
„frjóanga" að ræða — vöruútflutning sem
innan skamms vex með hröðum skrefum.
Fremur ber að líta á þennan hluta útflutn-
ingsins sem viðbótargetu framleiðslufyrir-
tækjanna, sem eru með sinn aðal markað
innanlands. Aftur á móti hafa vörur tengdar
sjávarútvegi mikla vaxtarmöguleika. Enda
sýnir það sig að þar hefur vöxturinn orðið
undanfarin ár.
Það er því ljóst að við eigum þó nokkuð
langt í land með að geta farið að kalla okkur
iðnaðarþjóð, í evrópskum skilningi þess orð
Niðurstaðan er þó ekki eins svört og ofan-
ritaðar tölur gefa til kynna, og kemur þar
tvennt til.
í fyrsta lagi hefur framleiðsluiðnaður inn-
anlands staðist aukna samkeppni frá inn-
flutningi með aðdáunarverðum hætti. Þann-
ig eru fyrirtæki í matvæla-, húsgagna-.prent-
og efnaiðnaði nokkuð vel stödd bæði hvað
varðar vélvæðingu og vöruþróun miðað við
36