Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 9

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 9
INNLENT stjórnin fyrir hádegi og samþykkir að Sigurð- ur Grétar taki að sér gerð dagskrár vegna opnunar 1. hæðar. Eftir hádegi er haldinn annar fundur þar sem samþykkt er að ráða tvær konur til að taka að sér stjórn starfsfólks á 1. hæð og jafnframt að tveir stjórnarmenn gangi á fund bæjarstjóra vegna framkvæmda við opnun salarkynna 1. hæðar. Þvínæst fundarstjórnin á miðvikudegi þar sem dagskrá er skoðuð og jafnframt samþykkt nöfn á sali félagsheimil- isins. Hefur fundafjöldi sætt gagnrýni þar sem stjórnin er launuð fyrir hvern fund, (er með dýrustu nefndum bæjarins skv. bæjar- reikningum). Það hefur líka þótt óvenjulegt að stjórn heimilisins skuli þurfa að ræða öll atriði, s.s. hverskonarkaffivél eigi að kaupa í eldhús, funda um kaup á hvítum diskum skv. framlögðu sýnirhorni, lit á gluggatjöldum, radarstýringu í hurð, o.s.frv. Fjölnota hús „Stjórnin varð að fylgjast vel með því bæj- arráð gat ekki fylgst grannt með og sam- þykkt tillögur hönnuða eins og á sér t.d. stað við uppbyggingu á heimili aldraðra að Voga- tungu. Auk þess er munurinn hér sá að sú bygging heyrir beint undir bæinn. FK er sjálfstæðari stofnun," segir einn viðmælandi Þjóðlífs en bætir þó við: „Það má náttúrlega endalaust deila um hvort stjórnin hefur samt ekki reynst full afskiptasöm." Því halda ýmsir fram að eftirlitsskylda bæj- arfulltrúanna hafi brugðist hvað varðar mál- efni og uppbyggingu FK. „Við stóðum frammi fyrir orðnum hlut og gátum raun- verulega ekki gert neitt annað en haldið áfram að veita fé í þessar framkvæmdir,“ segir einn þeirra bæjarfulltrúa sem kjörnir voru til bæjarstjórnar vorið 1986. Hér mun líka hafa ráðið að allir flokkar eru flæktir í Sigurður Grétar Guðmundsson, varaformaður í stjórn FK: Bœrinn á líka að borga reksturinn „Þegar við erum að tala um háar upp- hæðir við þessa endurbyggingu erum við líka að tala um endurnýjun á 2. hæð og viðbygg- ingu á 1. hæð þar sem er æfingasvið, smíða- stofa og búningaaðstaða. Það er alltaf vanda- mál að framreikna svona kostnað skv. með- altalshækkunum eftir byggingavísitölu. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa þetta, hefur sjálfur reiknað þetta út eftir lánskjaravísitölu og fengið út miklu hærri kostnað. Það er hins vegar ekki rétt að framreikna kostnað við byggingar eftir þeirri vísitölu. Það er þó sennilega ekkert rangt að segja að þetta hafi kostað 100 milljónir þegar allt er talið og endanlegir reikningar liggja fyrir“, segir Sig- urður Grétar Guðmundsson sem er varafor- maður í stjórn FK. — Liggur ekki mestur kostnaður í endur- byggingu gamla Kópavogsbíós á 1. hæðinni? „Jú, tvímælalaust því þar eru öll tæki og búnaður. Þar er eldhús, sem að vísu er ætlað að þjóna bæði 1. og 2. hæð, en einnig ljósa- búnaður. Við skárum svo niður kostnað á síðasta ári frá því sem áætlað hafði verið s.s. í eldhúsi því það er stefna okkar að vera með eins lítinn umframkostnað í rekstrinum og mögulegt er. Við ætlum að ráða fram- kvæmdastjóra næsta haust en ekki vera með annað fastráðið starfsfólk. Hugmyndin er síðan sú að semja við fyrirtæki í matvælaiðn- aði til að sjá um mat í hvert sinn sem eitthvað er um að vera en stjórn FK mun hins vegar vera með annan veitingarekstur á sinni könnu s.s. barina og höfum okkar starfsfólk í því". — Þið í stjórninni eruð gagnrýndir fyrir fundafjölda og að vera með puttana í einstök- um verkþáttum allan tímann ... „Já, vissulega höfum við haldið mjög marga fundi. Við förum yfir alla verksamn- inga en allar stórar ákvarðanir hafa farið fyrir bæjarráð til staðfestingar þegar um fjár- útlát er að ræða. Þegar margir verktakar og hönnuðir koma saman í viðamikilli byggingu verður að vaka ákveðin og hörð byggingar- stjórn yfir verkinu — og hún verður að halda fundi. Mín skoðun er sú að ekki hafi veitt af því að við í stjórninni legðum okkar mat á hlut- ina vegna þeirra fjölnota möguleika sem þetta hús er búið. Svo er kostnaðurinn við þessa stjórn ekki mikill, við fengum um 900 krónur fyrir hvern fund á síðasta ári og for- Sigurður Grétar Guðmundsson: „Yfir viðamikilli byggingu verður að vaka hörð og ákveðin byggingarstjórn". maður tvöfalda þá upphæð. Það er miðað við ákveðið gjald fyrir nefndastörf hjá Kópa- vogsbæ sem er í þremur þrepum. Við höfum alla tíð verið í lægsta þrepi“. — Stendur til að rekstrarforminu verði breytt frá því sem verið hefur? „Sú hugmynd hefur komið frá ákveðnum embættismönnum bæjarins að það beri að endurskoða rekstrarsamninginn frá 1982. Ég tek það fram að það er ekki frá bæjarstjóra komið. Þessu var haldið fram við mig á all harkalegum fundi sem haldinn var fyrir nokkru en ég tel ekki nokkra ástæðu til að endurskoða þetta. Núgildandi rekstrar- samningur er prýðilegur rammi um þá starf- semi sem fyrirhuguð er í félagsheimilinu. — Heimildir mínar innan bæjarins herma að menn vilji ekki að bæjarsjóður haldi áfram að ábyrgjast rekstur FK. Telurðu ekki þörf á að breyta því eftir opnun félagsheimil- isins? „Bærinn hefur ekkert lagt í rekstur FK undanfarið og gerir það ekki í dag en á að gera það samkvæmt samningnum sem er í fullu gildi þó eftir sé að semja um hver sú upphæð á að vera. Sú upphæð verður fundin út og byggist bara á þessum samningi". 9

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.