Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 58
VÍSINDI Reikistjörnur utan sólkerfisins Lengst af hafa menn orðið að sætta sig við að vita ekki með vissu hve algengar reiki- stjörnur eru í næsta nágrenni okkar sólkerfis. Við getum aðeins séð nágrannasólirnar sjálf- ar, ekki hugsanlega fylgihnetti þeirra. Yms- ar stoðir hafa þó runnið undir tilvist slíkra hnatta og nú upp á síðkastið hafa enn hald- bærari rök en áður komið fram. Firnavíðáttur nágrennisins í sólkerfi okkar eru níu reikistjörnur auk sólarinnar sjálfrar og milli 40 og 50 tungl hringsóla um sjö af plánetunum. Reiki- stjörnurnar eru ýmist úr bergi (með málm- kenndum kjarna) eða úr lofttegundum (með föstum kjarna). Þær síðarnefndu eru miklu meiri ummáls en hinar. Júpiter er t.d. meira en 10 sinnunt breiðari en jörðin. Vegalengdirnar milli reikistjarnanna eru mældar í tugum eða hundruðunt milljóna kílómetra. Meðalfjarlægðin frá jörðu til Mars er um 75 milljón km og hátt í 6000 milljón km til Plútó, ystu reikistjörnunnar. Ljósbylgjur eru fljótar að skjótast slíkar vegalengdir; hraði þeirra er um 300.000 kíló- metrar á sekúndu. Pað tekur ljós rúma eina sekúndu að ná héðan til tunglsins, um fjórar mínútur að berast til Mars og tæpar 6 klukkustundir að ná til Plútós. I nágrenni sólkerfisins eru margar sól- stjörnur, sumar líkar sólinni, aðrar stærri og hvítari eða minni og rauðari, svo dæmi séu nefnd. í allri Vetrarbrautinni eru u.þ.b. hundrað þúsund milljón sólir. En það er langt rnilli sólnanna; svo langt að það er ekki heppilegt að nota kílómetra sem einingu. Þess í stað eru fjarlægðirnar gefnar upp í ljósárum. Eitt ljósár er sú vegalengd sem ljós nær að fara á einu ári eða tæpar tíu milljón milljónir kílómetra. Vegalengdin frá okkar sólkerfi til næstu sólar er unt 3,2 ljósár eða 32 milljón milljónir km. Það er unt það bil 4000 sinnum lengra en héðan til Plútós. Fjarlægð- in til allmargra annarra sóla er á bilinu 4 til 10 ljósár. Dimmir hnettir I raun eru reikistjörnur ljósvana hnettir. Það má sjá á næturhlið jarðar á hverjum sólarhring. Hún er svört, enda kunnara en frá þurfi að segja að jörðin sendir ekki frá sér sýnilega geislun. Það gerir sólin ein í sólkerf- inu. Reikistjörnur og tungl endurvarpa aðeins hluta þess ljóss (aðallega sólarljóss) sem á þær fellur. Ljósmagnið er tiltölulega lítið. Af þessum sökum og vegna smæðar hnattanna, er ekki furða þótt mannlegu auga takist ekki að greina reikistjörnur í nálægum sólkerfum. Ekki einu sinni ljósmyndir, tekn- ar með öflugustu sjónaukum heims, sýna þessa fylgihnetti. Könnunarförin sem tekið hafa myndir t.d. af Júpíter, hverfa á næstu árum út úr sólkerfinu, verða þúsundir ára á leiðinni til næstu sólar. Það er því eðlilegt að vísindamönnum hef- ur gengið hægt við að sýna fram á tilvist reikistjarna í öðrum sólkerfum. Það verður að sýna fram á hringsól þessara dimmu fyrir- Líkjast einhverjar reikistjörnur nálægra sóla Júpíter? bæra með því að finna einhver áhrif þeirra á móðurhnöttinn. Liggur þá beinast við að snúa sér til Newtons og annarra 18. aldar fræðinga. Samkvæmt einu af grunnlögmál- um klassískrar eðlisfræði toga massar hvor í annan með jafnmiklum en gagnstæðum krafti. Athuganir á þessum nótum hafa borið árangur. Gamma Sefesus Stjörnu- og eðlisfræðingar hafa einkum beitt eftirfarandi aðferð við leit að fjarlægum reikistjörnum: Reynt er að mæla truflanir á snúningi sólar um sjálfa sig. Rannsakað er hvort sólin „riðar", þ.e. hvort snúningsöxull- inn vaggar. Reikistjarna togar í sólina úr öll- um áttum á hringferðinni umhverfis móður- hnöttinn. Afleiðingin er ákaflega hæglátleg riða en mjög smágerð. Hún kemur fram í hreyfingu sólarinnar þvert á sjónlínu okkar og hana er unnt að mæla sem ákveðnar breytingar á bylgjulengd ljóss sem til okkar berst frá sólinni. Á síðustu áratugum hefur komið í Ijós að nokkrar nálægar sólir riða á fyrrgreindan hátt. Gallinn hefur þó verið sá að óvissa í nákvæmum mælingunum hefur verið svo mikil að þær hafa ekki gefið nægilega ótví- ræð svör. í júní í fyrra lögðu þrír kanadískir vísindamenn fram nýjar niðurstöður um fjar- lægar reikistjörnur á ráðstefnu í Kanada. Þeir hafa betrumbætt mæliaðferðirnar nt.a. með því að láta ljósið frá sólinni fara í gegn- um flúorvetnisgas og þannig gert aðferðirnar um fimmtíu sinnurn nákvæmari en áður. Niðurstöðurnar eru þessar: Sjö af sextán sólum sem rannsakaðar voru, vögguðu á fyrrgreindan hátt. í tveimur tilvikanna var unnt að reikna út stærð þess hlutar sem veld- ur riðunni. Sólin Gamma í stjörnumerkinu Sefesusi snýr líklega um sig hnetti sem er 1,7 sinnum massameiri en Júpíter okkar. Við sólina Epsilon í stjörnumerkinu Fljótinu er mun stærri fylgihnöttur. Hinar fimm sólirnar virðast hafa reikistjörnur sem allt að tíu sinn- um stærri en Júpíter. í einhverju tilvikanna kann að vera um daufa dvergsól að ræða en sterkar líkur benda til þess að um reiki- stjörnu sé að ræða. Það hefur mikla þýðingu fyrir heimsmynd okkar ef öll tvímæli verða tekin af um tilvist reikistjarna við fjarlægar sólir eða með öðr- um orðum; að sólkerfi séu algeng í Vetrar- brautinni. Ef líf hefur þróast utan okkar sólkerfis geta flestar lífverurnar aðeins verið upprunnar á reikistjörnum. Fyrsta skrefið í leitinni að samferðafólki(?) í alheiminum er fólgið í því að finna möguleg heimkynni þess. Ari Trausti Guðmundsson 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.