Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 53
MENNING
Jón gefur — og
Jón tekur
Listamannalaunum var úthlutað fyrir fá-
einum vikum við misjafnar undirtektir.
Launin voru ekki, nú frekar en endranær,
neinn sérstakur búhnykkur og deildar mein-
ingar um heiðurinn sem í þeim er fólginn.
En þeim listamönnum sem ætluðu að inn-
heimta launin sín brá illilega í brún þegar
þeir sáu að búið var að draga 35% af í stað-
greiðslu skatta. Starfsmenn fjármálaráðu-
neytis kváðu þetta engin mistök: listamenn
skyldu borga skatt af sínum styrk og ekkert
múður. Fyrir bragðið snarlækkar sú lága
upphæð sem fer í listamannalaunin og verða
þau sífellt minna eftirsóknarverð dúsa. Sam-
tök listamanna hafa hinsvegar ekki sagt sitt
síðasta orð — og þegar síðast fréttist átti Jón
Baldvin von á listrænni heimsókn.
En staðgreiðsla skatta hefur víðtækari
áhrif. Þannig mun það nú tíðkast að taka
purrkunarlaust af einstökum styrkjum til
einstaklinga. Þannig var t.a.m. um rithöfund
sem sótti um og fékk ferðastyrk upp á 40.000
krónur til að þess fara til útlanda þar sem
verkum hans hafði hlotnast nokkur veg-
semd. Þegar rithöfundurinn sótti styrkinn
hafði hann skroppið allmikið saman: 27.000
krónur átti rithöfundurinn að fá og ekkert
umfram það. Staðgreiðslan, útskýrði skrif-
stofumaður fyrir rithöfundinum. Og þessari
niðurstöðu varð ekki haggað.
Nýr formaður RSÍ
Sigurður Pálsson, formaður Rithöfunda-
sambands íslands, mun láta af embætti í vor
eftir fjögur annasöm ár. Ekki er ljóst hverjir
hafa áhuga á embættinu, en það felst í æ
ríkara mæli í hvers lags kjarabaráttu við að-
skiljanlega aðila.
Nokkrir hafa verið nefndir — og fylgir
sögunni að þeir hafi engan sérstakan áhuga
sjálfir — þ.á.m. Einar Kárason og framherj-
inn knái úr sveit súrrealista, Sjón. Þá eru og
uppi raddir um að tímabært sé að kona taki
við rithöfundasambandinu, enda séu konur
að yfirtaka bókmenntirnar. í þessu sam-
bandi er helst talað um Olgu Guðrúnu Árna-
dóttur.
Skoðanakönnun
Grunnir og djúpir íslendingar
Vísindahópur kannar hvaða
fjölmiðlaíslendingar lenda í
grunnu lauginni og hverjir kom-
ast í þá djúpu. En hverjir eru í
heita pottinum?
Á tímum samkeppninnar hefur ekki þótt
nema sjálfsagt að hólfa frægt fólk niður eftir
klæðaburði þess, glæsileika, vaxtarlagi
stjórnmálaskoðunum og öðru sem notast get-
ur sem mælikvarði á ágæti nútímamann-
eskju. Samkeppnisfræðingar Þjóðlífs vilja
ekki láta sitt eftir liggja og hafa með tölu-
verðri nákvæmni reiknað út djúpa og grunna
Islendinga í fjölmiðlum. Til að auðvelda les-
endum skilning á þessari hólfun, er fólki ráð-
lagt að ímynda sér stóra sundlaug, þar sem
einn hópur fer í grunnu laugina en annar í þá
djúpu.
Við rannsóknina efndu samkeppnisfræð-
ingarnir til nokkuð ítarlegrar skoðanakönn-
unar og eru helstu niðurstöður skráðar á
meðfylgjandi töflum; annars vegar hópur a
sem átti að fara í grunnu laugina, en hins
vegar hópur b sem mátti svamla um í djúpu
lauginni.
Tilnefningarnar voru að vísu á fleiri
„sundmenn“ en sjást á töflunum en brugðið
var á það ráð að halda fjöldanum innan við-
a) í grunnu
Árni Johnsen söngvari
Ásmundur Stefánsson hagfræðingur
Bryndís Schram ráðherrafrú
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn
Egill Jónsson alþingismaður
Eiríkur Jónsson fréttastjóri Stjörnunnar
Guðmundur Ágústsson alþingismaður
Hallur Hallsson skákskýrandi
Heiðar Jónsson snyrtir
Hermann Gunnarsson skemmtir
Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri
Ingólfur Guðbrandsson ferðamaður
fvar Hauksson vöðvahnyklari
Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúi
Jón Óttar Ragnarsson stöðvartjóri
Karvel Pálmason alþingismaður
Kvennalistinn stjórnmálaflokkur
Steingrímur Hermannsson ráðherra
Valgerður Matthíasdóttir sjónvarpsmaður
Þórður Friðjónsson forstöðumaður
ráðanlegra marka prentlistarinnar. Þátttak-
endur í könnuninni voru að meirihluta til
jákvæðir gagnvart þátttöku og er einungis
vitað um þrjá, sem neituðu að tilnefna menn
í laugarnar. Athygli skal vakin á því að einn
maður, Steingrímur Hermannsson, hlaut til-
nefningar bæði í gunnu og djúpu laugina.
Margir vildu þróa þessa hugmynd áfram
fyrir tímaritið og var t.d. stungið upp á að
hafa sérstakan heitan pott fyrir slóttugustu
Islendingana. Voru þeir tilnefndir í þann
pott: Steingrímur Hermannsson, Ragnar S.
Halldórsson, Valur Arnþórsson, Ólafur
Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson, Þórhild-
ur Þorleifsdóttir, Jóhannes Nordal og Styrm-
ir Gunnarsson.
Þá voru nokkrir þeirrar skoðunar að hafa
ætti einn hóp sem hefði verið rekinn fyrir
ólæti uppúr lauginni. Tilnefndir: Davíð
Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson, Össur
Skarphéðinsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Ómar
Ragnarsson, Flosi Ólafsson, Kristján Jó-
hannsson, Landssamband hestamannafé-
laga, Sighvatur Björgvinsson, Albert Guð-
mundsson og Iceland Seafood.
Og þegar hér var komið sögu, var skoð-
anakönnunin komin út í hálfgert „flipp“ og í
ending voru kosnir baðverðir: Hannes H.
Gissurarson og Megas.
F.h. vísindahópsins
hg
b) í djúpu
Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur
Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður
Halldór Laxness rithöfundur
Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur
Jón Baldvin Hannibalsson formaður
Jónas Kristjánsson ritstjóri
Jónatan Þórmundsson prófessor
Jóhannes Nordal bankamaður
Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri
Matthías Johannesen skáld
Ólafur Ragnar Grímsson prófessor
Steingrímur Hermannsson ráðherra
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Sveinn Einarsson leikstjóri
Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Þorsteinn Gylfason heimspekingur
Þorsteinn frá Hamri skáld
Þórarinn Eldjárn rithöfundur
Þröstur Ólafsson hagfræðingur
53