Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 20

Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 20
INNLENT 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 1. NOVAG FORTE B. 1 0 1 1 1 1 'A 1 1 1 1 9/2 2. KASPAROV TURBO KING o| '/2 1 '/2 1 1 1 1 1 1 1 9 3. FID. ELEGANCE 1 'h ’/2 0 1 1 1 'h 'h 1 1 8 4. FID. PAR EXCELLENCE 0 0 '/2 1 1 1 'h 1 1 1 1 8 5. FID. EXCELLENCE 0 'h 1 0 0 'h 1 1 1 1 1 7 6. KASPAROV EXPRESS 16 0 0 0 0 1 1 1 1 'h 1 1 6 'h 7. NOVAG PRIMO 0 0 0 0 '/2 0 0 1 1 1 1 6,'h 8. NOVAG VIP 'h 0 0 '/2 0 0 1 0 1 'h 1 4'h 9. KASPAROV TURBO 24 0 0 '/2 0 0 0 0 1 1 1 1 4'h 10. KASPAROV COMPANION III 0 0 '/2 0 0 'h 0 0 0 0 1 2 11. NOVAG ACCORD 0 0 0 0 0 0 0 'h 0 1 0 1 'h 12. FIDELITY CLASSIC 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 Tölvur að tafli Handbragð meistaranna Tölvurnar sem þátt tóku í Þjóðlífsmótinu höfðu fimm sekúndur á hvern leik og voru því flestar á fyrsta styrkleikastigi. Það gefur ekki rétta mynd af kunnáttu þeirra og leikni því flestar skáktölvur hafa mörg styrkleika- stig. Þrátt fyrir þetta voru margar góðar skákir tefldar á mótinu. Aðrar voru býsna skrautlegar, eins og þessi sem tefld var í ann- arri umferð. Það er Novag Primo sem stýrir hvítu mönnunum, en Kasparov Turbo King hefur svart og mátar eftir 13 leiki. Svo stuttar skákir eru mjög fátíðar hjá skáktölvum — en Novag Primo hefur líka oft teflt betur! Skák- in þarfnast ekki mikilla skýringa. Þjóðlífsmótið í tölvuskák — 2. umferð Hvítt: Novag Primo Svart: Kasparov Turbo King 1. b4 - e5 2. Bb2 - Bxb4 3. Bxe5 - Rfó 4. e4 — Rxe4 5. Bxg7 — De7! (Þessi byrjun er afar óvenjuleg þegar skáktölvur eiga í hlut. Venjulega halda þær sig við viðurkennd fræði. Primotölvan sýndi ekki svona hunda- kúnstir eftir þetta! —Hrókurinn á h8 er vita- skuld friðhelgur, því annars fellur hvíta drottningin með fráskák.) 6.Re2 — Hg8 7. Bd4 - Rc68. c3 -Rxd49. cxd4 - Df610. f3 - Dh4+ 11. g3 - Rxg312. Rxg3 -Hxg3 13. h3?? (Einkar snyrtilegt sjálfsvíg) Hg2 mát. Novag Forte B var vel að sigrinum komin, enda tefldi hún á köflum listavel. Þegar hún stýrði hvítu mönnunum byggði hún einatt upp trausta stöðu í rólegheitum og beinlínis ruddi andstæðingi sínum út af borðinu. Þessi „kyrkingaraðferð" sem svo er kölluð bar oft vitni um gott stöðumat. í síðustu umferðinni átti hún í höggi við meðlim Kasparovfjölskyldunnar, Express 16k, og þurfti að vinna til að tryggja sér sigur. Kasparovinn fyrir sitt leyti þurfti að ná jafn- tefli í það minnsta til að tryggja fjölskyldunni hlutdeild í efsta sætinu. Lengi vel leit út fyrir að það tækist: Forte B virtist taugaveikluð eða gersamlega metnaðarlaus og var á góðri leið með að tapa niður skákinni. Kasparov litli lék hinsvegar hroðalega af sér, enda má gera ráð fyrir að taugar hans hafi verið þand- ar til hins ítrasta. Þessi skák tryggði Novag Forte B titilinn „Þjóðlífsmeistari í tölvu- skák“. 20

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.