Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 47
MENNING
möguleika að það sé enginn tjakkur á bæn-
um og þó svo að tjakkurinn væri til væri
eiginlega eins víst að bóndinn vildi ekki lána
hann. Hann varð æ sannfærðari um þetta
eftir því sem hann nálgaðist bæinn og var
orðinn svekktur. Og þegar hann kemur að
bænum er hann orðinn hamslaus af bræði og
öskrar á bónda um leið og hann kemur til
dyra: Eigðu sjálfur þinn helvítis tjakk!
Pað er farið lengra aftur í þróunarferli
mannsins í Alafossúlpunni. Hann er haldinn
svona neikvæðri lífssýn og hefur gengið í
gegnum höfnun af einhverju tagi. Pað endar
svo með því að drengurinn hittir þessa stúlku
í strætisvagninum sem segist hafa ódauðlega
sál. En hann vill vera fyrri til og segir: „ekk-
ert mál, bara eigðu þig & vertu svo ekki með
þetta djöfulsins píp"! I næsta erindi á undan
er reyndar ýjað að því að allar þessar konur
sem búið er að segja frá séu hugarburður
drengsins því stúlkan þar segist „vera til“. En
það misskilur hann.“
Meiri alvara er á ferðinni í laginu Aðeins
eina nótt sem lýkur á því að karlmaðurinn
sker unnustu sína á háls. Ég spyr hvernig
þetta lag hafi orðið til.
Skylmingaþrœlar
„Það þróaðist algjörlega eftir eigin lög-
málum. Ég samdi það við þennan ákveðna
titil. Ég hafði heyrt lag sem heitir „One
Night Only“ einu sinni og reyndi að stæla
það en mundi óljóst eftir því. Svo fór undir-
meðvitundarfabrikkan bara að vinna og tók
af mér ráðin. Þetta er alveg önnur útgáfa af
ástarsögumótífinu, bæði í byggingu og líka
efnislega. Mér fannst flott að lýsa ástarsam-
bandi eins og tveimur skylmingaþrælum:
við héldum að við kæmumst hjá því að
fara
inná hringleikasviðið en við vorum bara
skylmingaþrælar & þessvegna engin
lífsvon
við leiddumst inní ljós sem var myrkur
& lygin hún var okkar eini styrkur
en dauðavonin hún dró okkur á tálar
Ég lagði mig í líma við að semja fallegt iag.
Ég er að reyna að gera þrunginn tilfinninga-
legan texta sem verður svolítið sjúklegur. Ef
maður tekur textann út úr laginu og breytir
þessu í veruleika þá verður það dálítið sjúk-
legur veruleiki. Maður getur skoðað þetta á
marga vegu, t.d. er hægt að ímynda sér að
þessi maður sitji í fangelsi eftir morðið og
rifji upp. Það eru til morðballöður þar sem
glæpamaðurinn er handsamaður og fær mak-
leg málagjöld. Hér er ekkert minnst á hegn-
ingu, enda óþarfi. Mér finnst hitt meira
sjarmerandi, að fjalla um morðið eitt og sér.
Refsingin finnst mér ekki skipta svo miklu
máli.“
Frá ástríðuglæpum til útilegumanna. Lag-
ið í Öskjuhlíd fjallar um mann sem gerir sér
byrgi uppi í Öskjuhlíð til að geta verið í friði
fyrir heiminum.
„Þessi texti fjallar um góðan vin minn sem
af ýmsum ástæðum var búinn að tapa áttum í
miðbænum og gerði sér byrgi í Óskjuhlíð-
inni- sem varð líklega til þess að þessi gömlu
skotbyrgi þar voru rifin. En það er frekar létt
yfir þessu lagi, þetta verður hálfgerður halle-
lújasöngur. Þrátt fyrir illsku heimsins eigum
við okkur griðastað í Öskjuhlíð, ef ekki á
himnum. Og þarna segir: „allt er með svo
annarlegum blæ“. Heimurinn er annarlegur.
En þarna er verið að prísa frelsun. Hinn illi
heimur hefur ekki á mér tök. Samt er í þessu
eitthvert óþol, enda lagið dæmigert fyrir
þessa undirvitundarframleiðslu sem hlítir
ekki nema vissri frumlógik. Við erum með
Hjálpræðishersfíling í þessu lagi, þar skín í
gegn barnsleg ánægja yfir að gera eitthvað
óvænt, bara þar sem mann langar til. Það
ríkti enginn lífsleiði við gerð þessara laga.“
Höfuðlausnir koma út 7. apríl, á afmælis-
degi Megasar.
Árni Óskarsson
EGO SNÓT
EGO tölvur
Garðatorg 5
(erfi hæð pósthússins)
Sími 656510
KYNNINGARVERÐ:
49.870 krónur ★ Staðgreiðsluverð,
m.v. gengi dags. 21.3.88.
Nýjasti meðlimur EGO
fjölskyldunnar!
Fyrirferðalítil en afkastamikil, PC-samhæfð
tölva. Fyrir skrifstofuna, heimilið, skólann,
leikina, eða sem útstöð frá stærri tölvum.
EGO SNÓT er fullkomin PC tölva:
640 kb minni, 2 disklirigadrif, 720 kb hvert,
samhliða og raðtengi,10 MHz hraði,
rauntímaklukka, tengi bæði fyrir einlita og
litaskjái. Vandaður skjár og lyklaborð.
Ritvinnsla og forritið „letingi“ fylgja.
47