Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 28
hlut að máli og fyrirtækið var styrkt með
margvíslegum hætti af þingi, þjóð og ríkis-
stjórnum. Engu að síður hefur það þótt sér-
stætt við þetta fyrirtæki, að það telst vera
„einkafyrirtæki" meðan stærstu flugfélög
annars staðar í Evrópu eru að stórum hluta
ríkiseign.
1979 áttu Flugleiðir í verulegum erfiðleik-
um og hljóp þá ríkisstjórnin undir bagga með
félaginu og eignaðist 20% hlutafjár og full-
trúa í stjórninni. í>á þótti sjálfsagt að full-
trúar ríkisvaldsins fylgdust með rekstri fyrir-
tækisins, sem almenningur hafði lagt fé í. En
andrúmsloftið er fljótt að breytast og á árun-
um upp úr 1983 varð það viðhorf ofan á að
ríkisvaldið drægi sig hvarvetna út úr rekstri
sem hægt væri. Síðasta ríkisstjórn seldi ýmsa
hluti ríkisins í fyrirtækjum í samræmi við
þessa stemmningu (sem stundum var kölluð
„frjálshyggja") og þ.á.m. hlut ríkisins íFlug-
leiðum.
Eimskip á uppleið
Eimskipafélag Islands var einna sterkast í
Flugfélagi íslands á sínum tíma og varð
sterkasti „eini" aðilinn við myndun Flug-
leiða. Málið er e.t.v. flóknara en þetta; til að
mynda áttu sömu fjölskyldur hluti í Flugfé-
lagi Islands, Loftleiðum — og jafnvel í Eim-
skip — og urðu þannig voldugastar í Flug-
leiðum. Hér er um að ræða fjármagn Sveins
heitins Valfells, en með honum og Sigurði
Helgasyni senior var frændsemi. Við sam-
eininguna styrktist staða Sigurðar að miklum
mun af þessum ástæðum. Eimskip hafði átt
um helming í Flugfélagi íslands, en við sam-
eininguna rýrnaði hlutur þess í nýja flugfé-
laginu. Annars er einnig ljóst að nokkrar
Versnandi
afkoma
Veltan hjá Flugleiðum á síðasta ári var 8.2
milljarðar króna en afkoman versnaði um
420 milljónir frá árinu áður. Rekstrartapið
var um 200 milljónir króna en við uppgjör
er 14.5 milljóna króna hagnaður sem stafar
af hagnaði af sölu DC8 vélar í fyrra að
upphæð um 200 milljónir króna.
VIÐSKIPTI
Sigurður Heigason forstjóri má þola erf-
iða daga við stjórnvölinn hjá Flugleiðum.
Hætt við að hugmyndum um samdrátt og
uppsagnir verði illa tekið. Bullandi tap á
helstu flugleið og útlitið dökkt framund-
an. Fær hann aðstoð frá Eimskip?
fjölskyldur eru sterkastar í flestum stærstu
fyrirtækjum landsins; Eimskip, Flugleiðum,
Arvakri(Morgunblaðið), stórum trygginga-
félögum og m.fl.
Fyrirtækin eru ekki öll undir beinni stjórn
ættanna og þegar komið er í annan og þriðja
lið afkomenda stofnenda fyrirtækjanna eru
oft utanfjölskyldumenn teknir við stjórnun
þeirra. Pessi fyrirtæki eiga að sjálfsögðu
blórna- og hnignunarskeið í sögu sinni eins
og önnur, en síðustu árin hefur mikill þróttur
verið í Eimskip, sem Hörður Sigurgestsson
er forstjóri fyrir. Fyrirtækið styrktist er Haf-
skip fór á hausinn auk þess sem því er talið
mjög vel stjórnað. Og það er einnig sagt í
viðskiptalífinu, að stjórn fyrirtækisins sé nú-
tímaleg og hugmyndarík, sem enda skilar sér
í hagnaði.
Sumir óttast afleiðingar af einokunarað-
stöðu Eimskips á flutningum til og frá land-
inu. Ekkert lát er á útþenslu þess og á síðasta
ári bætti fyrirtækið við eignahluta sinn í Flug-
leiðum, keypti hlut Einars Arnasonar og á
nú 27% í fyrirtækinu, mest allra hluthafa í
Flugleiðum. Þannig er Eimskip orðið lang
voldugasti aðili í samgöngum Islendinga við
umheiminn — á sjó og í lofti. En á hinn
bóginn mun staða Sigurðar Helgasonar eldra
Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim-
skips. Fljúgandi gangur hjá Eimskip.
Sjálfur var Hörður framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Flugleiöa í eina tjð, — og
einnig um tíma í stjórnarnefnd yfir Arnar-
flugi þannig að hann þekkir til viðskipt-
anna í loftinu eins og á sjónum. Munu
Eimskipsmenn setja vítamín í Flugleiðir?
innan fyrirtækisins nú vera mun veikari en
áður eins og síðar verður komið að.
Stjómin í
kyrrstöðu?
í aðalstjórn Flugleiða sitja nú:Sigurður
Helgason stjórnarformaður, Hörður Sigur-
gestsson varaformaður, Halldór H. Jónsson,
Árni Vilhjálmsson, Kristinn Olsen, Grétar
Br. Kristjánsson, Jóhannes Markússon,
Kristjana Milla Thorsteinsson og Páll Þor-
steinsson — og í varastjórn: Einar Árnason,
Ólafur O.Johnson og Rúnar Pálsson.
Eimskip hefur hingað til þótt fara varlega
með yfirburðastöðu sína í Flugleiðum, en
það hefur aðstöðu til að hafa þar veruleg
áhrif. Meiri áhrif en hingað til hafa orðið
merkjanleg. Tveir stjórnarmanna Flugleiða
eru beint frá Eimskip, þeir Hörður Sigur-
gestsson og Halldór H. Jónsson, sem stund-
um er nefndur „forstjóri íslands" (hann er
eða hefur verið í stjórnum flestra fjölskyldu-
fyrirtækjanna og stærstu fyrirtækja á land-
inu). Eimskip gæti náð fleiri fulltrúum inn í
stjórnina, en mjög ólíklegt er talið að það
28