Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 55
MENNING „Ég varð fyrir hálfgerðu kúltursjokki í Bombay en jólunum eyddi ég í nektarnýlendu í Goa og fann Kundalinisnákinn hríslast um mig“. á fyrirlestur hans í Washington og þá kom hann mér allt öðruvísi fyrir sjónir. Kannski ég hafi verið orðinn dómharðari, en mér fannst hann skorta húmor. Svokallaðir uppaheimspekingar eru mjög vinsælir í Bandaríkjunum, e.t.v. ekki hvað síst vegna þess að þeir ætlast ekki til eins eða neins af áhangendum sínum. Uppar eru jú þægileg- heitafólk sem engu vill fórna. Eiginlega finnst mér „Vegurinn" besta prósaljóðið sem Krishnamurti skrifaði. Pað var skrifað til að lýsa andlegri upphafningu hans í Ojai í Kaliforníu árið 1922. Nokkrum árum síðar skrifaði hann dæmisögu um mann sem kom í heiminn til að frelsa allt og alla og enginn vildi hlusta á. í Bandaríkjunum, sem Reagan kallar „land frelsisins", en Maya- indjánar „land hinna dauðu“, er líka örugg- lega meira gert af því að tala en að hlusta. Þar telur fólk sig hafa efni á því að hlusta ekki“. Fátækt „í Indlandi var ég um tíma í klaustri hjá hollenskum munkum. Einn þeirra var menntaður hagfræðingur og hann hafði gert úttekt á fylgninni milli fátæktar og áhuga á eilífðarmálum í ýmsum löndum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að trúin og fá- tæktin fylgdust að í flestum tilvikum. Aust- urlönd hafa löngum verið fremur fátæk, en andleg auðlegð er sjálfsagt hvergi meiri. Vipassana innsæishugleiðsla, sem ég byggði námskeiðið að nokkru leyti á, var sú hug- leiðsluaðferð sem ku hafa veitt sjálfum Búddha uppljómum. Krishnamurti notaði skyldar aðferðir sem þó voru í raun ekki aðferðir. Hann lagði mesta áherslu á að upp- lifa augnablikið í eilífðinni. Búddha var vel heima í öllum yogaaðferðum síns tíma og sama má segja um Krishnamurti. Þeir kump- ánar eru líka sammála um það að þú sért það sem þú sérð. Allar útskýringar á hinu óút- skýranlega eru álíka ankannalegar og lýsing- in fræga í ljóðinu um rósina þar sem sagði: „A rose is a rose is a rose“. Hvað með Bhagwan Rajneesh - eru hans aðferðir ólíkar þeim sem Krishnamurti beitti? „Rajneesh fer allt aðrar leiðir en Kris- hnamurti. Það má jafnvel líta á hann sem leikhúsmann. Hann hefur valið þá leið að leika með fjölmiðlunum í stað þess að leika gegn þeim eða lifa í einangrun. I von um athygli hefur hann t.a.m. fest kaup á ótal Rolls „Rósum“ - og eitt sinn bauð hann heimilislausum fátæklingum að dvelja að kostnaðarlausu á búgarði sínum í Oregon. Rajneesh á sér hugsjón um sósíalískt jafn- rétti og hefur ekki ósvipaðar hugmyndir og Thomas Jefferson í þeim efnum. Þótt Rajneesh hafi með fátækrahjálp sinni í Oreg- on valdið stjórnvöldum miklum ama, þá eru skoðanir hans í raun ekki andkapítalískar. Hann lítur ekki á fátæktina sem dyggð og álítur kapítalisma nauðsynlegan til að búa til fjárhagslegan grundvöll réttlátrar jafnaðar- stefnu; fyrst þyrfti að skapa auð og síðan að skipta honum. Sjálfur hefur Bhagwan Rajneesh safnað miklum auði með bóka- skrifum. Afköst hans eru enda ótrúleg; í kringum 450 bækur — og þær seljast margar hverjar í metupplögum.“ Zorbismi Þriðji dulspekingurinn sem þú tekur fyrir í lokaritgerðinni um „Byltingu vitundarinn- ar“ er gríski rithöfundurinn Nikos Kazant- zakis. Flestum kemur í hug Grikkinn Zorba þegar þeir heyra hans getið. Þú setur hann 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.