Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 14

Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 14
INNLENT Sjónarvottar: „Ótrúlegar aðfarir lögreglunnar46 Lögreglan notaði húseign Reykjavíkurborgar, gegnt hús- nœði Magnúsar Skarphéðinsson- ar. Samkvæmt frásögn nágranna voru ávallt tveir lögreglumenn á vakt í húsinu aukþeirra sem voru í bílaleigubílum. Birgir Engil- berts, rithöfundur: Eins og verið vœri að fylgjast með morðingja. „Þetta voru ótrúlegar aðfarir hjá lögregl- unni, það var eins og þeir væru að fylgjast með morðingja, slíkt var tilstandið“, sagði Birgir Engilberts, rithöfundur, í samtali við Þjóðlíf. Hann býr ásamt foreldrum sínum við Njálsgötuna, gegnt húsi sem er í eigu Reykja- víkurborgar og lögreglan notaði sem aðsetur til að njósna um Magnús Skarphéðinsson. Það var Grímur Engilberts, ritstjóri barna- blaðsins Æskunnar um áratugaskeið, sem fyrst varð var við ferðir lögreglunnar. „Við trúðum því ekki í fyrstu að lögreglan væri að fylgjast með Magnúsi“, sagði Birgir. „En í raun var það deginum ljósara, því þeir báru sig svo klaufalega að“. Birgir sagði að lögreglan hefði verið á vakt allan sólarhringinn, á bíl við heimili fjöl- skyldunnar. Mjög rólegt og hljóðbært væri í hverfinu og þess vegna talsvert ónæði að bílnum sem ávallt var í gangi. Fyrstu dagana sem lögreglan fylgdist með Magnúsi hefðu þeir einungis verið á bílum en síðan fengið inni í húsnæði Reykjavíkurborgar að Njáls- götu 41. „Húsið hafði staðið autt síðan í des- ember og þess vegna vakti það athygli okkar þegar teppi voru strengd fyrir alla glugga. Greinilega voru alltaf tveir lögreglumenn á vakt í húsinu og við sáum þá fara þangað með sjónauka eða stóra myndavél". „Okkur þótti í meira lagi skrítið það sem á gekk og fylgdumst því nokkuð grannt með. Ég varð þess var að alltaf þegar gestur fór frá heimili Magnúsar kom lögreglumaður út úr húsinu, bersýnilega til þess að fylgja honum eftir. Allt þetta umstang, ferðir lögreglunnar og vinnubrögð þeirra trufluðu einkalíf okkar hér á heimilinu. Við sáum þá líka koma upp úr görðunum handan götunnar, svartklædda leðurjakkadrengi, þannig að þeir ollu fleir- um óþægindum“. Birgir sagði að eftirlitinu hefði greinilega verið hætt um það leyti sem hvalaráðstefn- unni lauk og síðan hefði hann ekki orðið lögreglunnar var. „Það var ótrúlegt að lesa „Hér voru ávallt tveir menn á vakt“, sagði Birgir Engilberts. Lögreglan notaði húseign Reykjavíkurborgar til að stunda njósnir sínar. Á myndinni er njósnahreiður lögregl- unnar, sem nágrannarnir uppgötvuðu að Njálsgötu 41. Birgir Engilberts rithöfundur og blaðamaður Þjóðlífs fyrir framan húsið. (Mynd M.Hall.) viðtalið við Bjarka Elíasson í Þjóðlífi þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði verið á þjófavakt", sagðir Birgir. „Það þarf sýni- lega að senda yfirlögregluþjóninn aftur í fyrsta bekk Lögregluskólans. Það var sér- lega ógeðfellt að fylgjast með aðferðum lög- reglunnar. Sjálfur tek ég enga afstöðu til þess hvort það á að veiða hvali eða ekki. En þegar menn eru meðhöndlaðir eins og morðingjar vegna skoðana sinna, þá er greinilegt að verið er að misbjóða lýðræðinu". hj 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.