Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 40

Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 40
MENNING Haganleg hlandskál fyrir konur sem kallaðist Bourdalou í höfuðið á klerki þeim, sem hélt svo langar ræður, að konur þurftu að hafa með sér kopp og bregða undir pils þegar þeim varð mál. Bourdaiou-koppur úr postulíni með gullrönd frá því um 1800. koppnum til að hjala við vinkonu sína Lovísu af Pfalz og aðrar hefðarfrúr. í höllinni frægu sem Lúðvík lét reisa í Ver- sölum var ekki eitt einasta salerni. Þegar hirðfólk konungs þurfti að létta af sér átti það um þá kosti að velja að skjótast útí hall- argarð eða grípa til koppsins. Það er enginn vafi, að ntargir hafa í slíkum tilvikum hugsað með hlýleik til koppsins síns, ekki síst þegar veður og vindar næddu um hallargarðinn. Svo sem við er að búast voru hirðkoppar sólkonungsins engar hrákasmíðar, heldur gerðir af hagleik og listfengi. Sama gildir um þá koppa, sem notaðir voru af öðrum mönn- um og ntargir hverjir sannkallaðar dverga- smíðar. Það var því ekki svo fráleit hugmynd. þegar þýski lögfræðingurinn Manfred Klauda ákvað að safna þessum forsmáðu nytjagripum saman og koma á laggirnar fyrsta koppasafni veraldar. Klauda gerði í þessu skyni víðreist um álfuna og eftir að hafa um árabil verið með nefið niðri í hvers manns koppi — í orðsins fyllstu nterkingu — kom hann þessu sérstæða safni sínu fyrir í glæstu einbýlishúsi í ,.jugend-stíl“, sem stendur í einu af úthverfum Múnchenborgar. Með þessu framtaki sínu vildi Klauda bjarga þessum merka kafla menningarsögunnar frá því að falla í gleymsku. Allt frá því að lögfræðingurinn hóf að kaupa koppa sína á uppboðum í lok síðasta áratugar hefur hann safnað urn 6000 eintök- um af þessum hornrekum siðmenningar. Vegna þrengsla í villunni getur hann þó ekki tjaldað nema um 600 sýnishornum í senn. í koppasafninu kennir margra og fjölbreyti- legra grasa. Elsti gripurinn er flöskulagaður koppur, sem smíðaður var í Emesa fyrir um 2000 árum, en sá staður heitir nú Homs og er í Sýrlandi. Flestir koppanna eru þó yngri, einkum frá 18du og 19du öld. Meðal þeirra merkustu má nefna fagurlagaðan leirpott frá 19du öld, sern bersýnilega var smíðaður fyrir hefðarfólk með næmt þefskyn. Koppurinn sá er nefnilega þann veg gerður, að hann er unnt að byrgja með loftþéttu viðarloki, þannig að hann er algjörlega., daunfrír". Annar gripur. sem sömuleiðis ber miklum finkoppur með leðurfóðri á setu, frá- rennslisrör með skrúfgangi á að tryggja að leðurhægindið spillist ekki. Gersemi frá 18. öld. Það hefur vísast aldrei hvarflað að ungurn Islendingum, þegar þeir sátu á koppum sín- um á árum áður, að þessir hringlaga pottar hefðu sögulegt gildi. Hvað þá að botn þeirra hvíldi á grip sem ætti sér veglegan sess í menningarsögu þjóðanna. Þvert á móti litu víst flestir að náttpottinn sinn sem heldur óvirðulegt fyrirbæri, og töldu ekki ástæðu til að hafa hann í hávegum. íslenska heitið næt- urgagn segir enda sína sögu; koppurinn var framar öðru fylgja næturinnar. fyrirbæri sem tengdist hálfgerðum myrkraverkum og þoldi illa dagsbirtuna. Það má vísast til sanns vegar færa, að sú litla virðing, sem náttpottar njóta á okkar dögum, eigi rætur að rekja til þess tepru- skapar, sem á síðari tímum hefur tengst full- nægingu frumþarfanna. Freud hélt því fram á sínum tíma, að þessi tepruskapur í viðhorf- um þegnanna til þeirra sjálfsögðu athafna sem um ræðir, væri eitt af megineinkennum nútímasamfélags. Til marks um breytt við- horf í þessu efni er sú staðreynd, að koppur- inn var á öldum áður virðingarmeiri gripur og þótti lengi fyllilega samkvæmishæfur. Sem dæmi um það, hversu fordildarlaust höfðingjar umgengust koppa sína má nefna þá sögu sem sögð er af sólkonunginum Lúð- vík XIV. Hann er sagður hafa haft sérstakt yndi af því að nota þann tíma, sent liann sat á 40

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.